Danski arkitektinn Jan Gehl öðlaðist heimsfrægð í heimi borgarskipulags og arkitektúrs á 8. áratug síðustu aldar með útgáfu bókarinnar Livet mellem husene. Síðan þá hefur hann starfað ötullega að því að betrumbæta borgir og hefur stundað ráðgjöf sem arkitekt og borgarhönnuður um allan heim. Borgir eins og New York í Bandaríkjunum, Melbourne í Ástralíu, São Paolo í Brasilíu og Helsinki í Finnlandi eru meðal fjölmargra borga sem hafa notið góðs af ráðleggingum Jan Gehl. Fyrir skömmu kom út íslensk þýðing á höfuðriti Gehl, Mannlíf milli húsa, og gerði arkitektinn sér ferð til Reykjavíkur í tilefni útgáfunnar.
Það var verið að byggja úti um allt!
Margir segja að Mannlíf milli húsa sé ákveðið andsvar við módernískum straumum í arkitektúr. Gehl útskrifaðist sem arkitekt árið 1960, þegar módernisminn var allsráðandi, ef svo má segja. Hvernig var fyrir Jan Gehl að vera arkitekt á 7. áratugnum?
„Það var, í stuttu máli, stórkostlegt! Fyrir …
Athugasemdir