Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Reykjavík gæti léttilega verið betri borg en Kaupmannahöfn“

Danski arki­tekt­inn Jan Gehl hef­ur veitt ráð­gjöf við borg­ar­hönn­un í borg­um um all­an heim til að betr­um­bæta borg­ar­um­hverfi í þágu mann­lífs. Björn Teits­son, meist­ara­nemi í borg­ar­fræð­um við Bauhaus-há­skól­ann í Weim­ar, spjall­aði við Gehl um bók­ina, fer­il­inn og um Reykja­vík.

„Reykjavík gæti léttilega verið betri borg en Kaupmannahöfn“
Borgarumhverfi ekki gjöf frá guði Danski arkitektinn Jan Gehl segir að Reykjavík hafi alla burði til að bera jafn góð borg eða betri heldur en Kaupmannahöfn, hafi borgarbúar vilja til. Mynd: Laimonas Baranauskas

Danski arkitektinn Jan Gehl öðlaðist heimsfrægð í heimi borgarskipulags og arkitektúrs á 8. áratug síðustu aldar með útgáfu bókarinnar Livet mellem husene. Síðan þá hefur hann starfað ötullega að því að betrumbæta borgir og hefur stundað ráðgjöf sem arkitekt og borgarhönnuður um allan heim. Borgir eins og New York í Bandaríkjunum, Melbourne í Ástralíu, São Paolo í Brasilíu og Helsinki í Finnlandi eru meðal fjölmargra borga sem hafa notið góðs af ráðleggingum Jan Gehl. Fyrir skömmu kom út íslensk þýðing á höfuðriti Gehl, Mannlíf milli húsa, og gerði arkitektinn sér ferð til Reykjavíkur í tilefni útgáfunnar.

Það var verið að byggja úti um allt!

Margir segja að Mannlíf milli húsa sé ákveðið andsvar við módernískum straumum í arkitektúr. Gehl útskrifaðist sem arkitekt árið 1960, þegar módernisminn var allsráðandi, ef svo má segja. Hvernig var fyrir Jan Gehl að vera arkitekt á 7. áratugnum?

„Það var, í stuttu máli, stórkostlegt! Fyrir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár