„Hér heyrist ekkert hljóð, hér er engin hreyfing.“
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, sem kölluð er Fjóla, var gengin nánast fulla meðgöngu þegar henni var tilkynnt að barnið væri dáið. Frá sautján ára aldri hefur Fjóla gengið í gegnum hvern missinn á fætur öðrum, misst átta fóstur með þeim sáru tilfinningum sem því fylgja og fætt tvö andvana börn.
Sorgin hefur fylgt henni í gegnum lífið, en hún hefur reynt að læra af þessari reynslu, læra að meta lífið, fólkið sitt og fegurðina. Og í hvert sinn sem það fæðist barn inn í fjölskylduna grætur hún af gleði. „Ég er eins og grátkór. Það losar svona ofboðslega mikið um hjá mér – bæði sorg og gleði og mikið þakklæti. Mér finnst barnabörnin vera fallegustu börn í heimi.“
Fjóla segir hér sögu sína í von um að auka skilning fólks á þessum aðstæðum, um leið og hún vonast til þess að …
Athugasemdir