Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Svona breytast útgjöld ríkisins á næsta ári

Mest aukn­ing til sjúkra­hús­þjón­ustu en hlut­falls­lega mest til vinnu­mark­aðs­mála og al­manna- og réttarör­ygg­is­mála.

Svona breytast útgjöld ríkisins á næsta ári
Fordæmalaus útgjaldaaukningi Ríkisstjórnin boðar stóraukin útgjöld til ýmissa málaflokka í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Mynd: Pressphotos.biz

Almanna- og réttaröryggi, örorka og málefni fatlaðs fólks, fjölskyldumál, fjölmiðlun og vinnumarkaðs- og atvinnuleysismál. Þetta eru málaflokkarnir þar sem aukning útgjalda verður hlutfallslega mest milli áranna 2018 og 2019 samkvæmt nýkynntu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 

Hlutfallsleg aukning er mest til málefnasviðsins vinnumarkaður og atvinnuleysi þar sem útgjöldin aukast úr 19,2 milljörðum í 24,1 milljarð, alls um 4 milljarða að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum. Tvær meginskýringar eru á þessu; annars vegar 2,3 milljarða hækkun bóta Atvinnuleysistryggingasjóðs og hins vegar spá Hagstofunnar um aukið atvinnuleysi árið 2019, hækkun úr 2,9 prósentum í 3,3 prósent.

Í krónutölum er það sjúkrahúsþjónusta, stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs á eftir vaxtagjöldum, sem á vinninginn. Útgjöld til málaflokksins aukast um tæpa 10 milljarða samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Alls nemur hækkun framlaga til heilbrigðismála 12,6 milljörðum króna að frátöldum launa- og verðlagshækkunum. 

Hér má sjá yfirlit sem Stundin tók saman yfir þær breytingar sem verða á útgjöldum málefnasviða A-hluta ríkisins milli 2018 og 2019:

Útgjöld til sex málefnasviða dragast saman. Þetta eru Alþingi og eftirlitsstofnanir þess, hagskýrslugerð, grunnskrár og upplýsingamál, nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar, réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála, sjávarútvegur og fiskeldi og málefnasvið sem tekur til stjórnsýslu menntamála og annarra skólastiga en framhaldsskóla og háskóla. Þá lækkar vaxtabyrði ríkissjóðs umtalsvert vegna niðurgreiðslu skulda.

7,2 milljörðum verður varið til framkvæmda við nýjan Landspítala árið 2019 en jafnframt aukast framlög vegna byggingar og rekstrar hjúkrunarheimila. 

Aukið er við framlög til félags-, húsnæðis- og tryggingamála en þar nemur heildarhækkunin 13,3 ma.kr. að frátöldum launa- og verðlagshækkunum. Stuðningur vegna húsnæðis eykst um ríflega 900 miljónir króna og mun nema 25,4 milljörðum árið 2019. 

Kynnti fjárlöginBjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á fréttamannafundi í dag.

Gert er ráð fyrir 5,5 milljarða króna aukningu til samgöngumála sem skýrist fyrst og fremst af sérstöku átaki í samgöngumálum á árunum 2019-2021 sem fjármagnað verður með tímabundnum umframarðgreiðslum fjármálafyrirtækja líkt og Sjálfstæðisflokkurinn setti á oddinn fyrir síðustu þingkosningar og boðað var í fjármálaáætlun og stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Framlög til samgöngu- og fjarskipta­mála verða aukin um 9% á árinu 2019 og verða ríflega 43,6 milljarðar króna. Meðal annarra stórra fjárfestingarverkefna eru fyrstu framlög til kaupa á nýjum þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna sem gert er ráð fyrir að verði afhentar árið 2022, auk uppbyggingar Húss íslenskunnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár