„Ég held að þú værir rosa sæt með beltið mitt um hálsinn á þér,“ segir í skilaboðum sem birt voru á síðunni Fávitar á samskiptamiðlinum Instagram, sem sérhæfir sig í vitundarvakningu um kynferðislega áreitni á netinu, aðallega með því að birta skjáskot af slíkum skilaboðum. Oft eru það óumbeðnar myndir af kynfærum eða orðsendingar sem misbjóða, eins og dæmið hér að framan sýnir, en einnig tilboð um vændi og svívirðingar til þeirra sem hafna frekara samneyti við viðkomandi: „Éttu skít,“ sagði einn. Sólborg Guðbrandsdóttir, tónlistarkona og samfélagsmiðlastjarna, er stjórnandi síðunnar ásamt fyrrverandi kennara sínum og góðvini, Styrmi Barkarsyni, sem búsettur er í Svíþjóð.
Athugasemdir