Alveg síðan Gunnhildur Hauksdóttir lá yfir dýralífsmyndum sem barn hafði hana dreymt um að fara til Afríku. Það var því draumur sem rættist, þegar henni bauðst nýverið að heimsækja verndarsvæði í Suður-Afríku þar sem hún fékk að fylgja dýraatferlisfræðingum eftir meðan þeir skrásettu ferðir og hegðun apa úti í villtri náttúrunni. Gunnhildur hafði kynnst dýraatferlisfræðingnum Louise Barret í Háskólanum í Lethbridge í Kanada, fyrir milligöngu galleríista Háskólans. Louise, ásamt manni sínum, apafræðingnum Peter Henzi rekur rannsóknarstofu á vettvangi í Eastern Cape í Suður-Afríku, þar sem Vervet-apakettir eru til athugunar. „Ég fékk að fylgja vettvangsfólkinu og reyndi að þvælast ekki fyrir því. Það var lagt af stað klukkan fimm á morgnana. Þá var farið á svefnstað apanna og beðið eftir að þeir vöknuðu. Síðan var þeim fylgt eftir úr fjarlægð …
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.
Leitar mennskunnar á flakki um heiminn
Myndlistarkonan Gunnhildur Hauksdóttir dvaldi nýverið innan um apa á verndarsvæði í Suður-Afríku, í þeim tilgangi að sækja sér innblástur að sköpun margslungins listaverks sem ber vinnuheitið Mennska / ómennska.
Athugasemdir