Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Leitar mennskunnar á flakki um heiminn

Mynd­list­ar­kon­an Gunn­hild­ur Hauks­dótt­ir dvaldi ný­ver­ið inn­an um apa á vernd­ar­svæði í Suð­ur-Afr­íku, í þeim til­gangi að sækja sér inn­blást­ur að sköp­un marg­slung­ins lista­verks sem ber vinnu­heit­ið Mennska / ómennska.

ÖrlagavaldurinnGunnhildur sá mynd af apastelpunni Kumquat sem vakti með henni djúpa löngun til að ferðast til Afríku.

Alveg síðan Gunnhildur Hauksdóttir lá yfir dýralífsmyndum sem barn hafði hana dreymt um að fara til Afríku. Það var því draumur sem rættist, þegar henni bauðst nýverið að heimsækja verndarsvæði í Suður-Afríku þar sem hún fékk að fylgja dýraatferlisfræðingum eftir meðan þeir skrásettu ferðir og hegðun apa úti í villtri náttúrunni. Gunnhildur hafði kynnst dýraatferlisfræðingnum Louise Barret í Háskólanum í Lethbridge í Kanada, fyrir milligöngu galleríista Háskólans. Louise, ásamt manni sínum, apafræðingnum Peter Henzi rekur rannsóknarstofu á vettvangi í Eastern Cape í Suður-Afríku, þar sem Vervet-apakettir eru til athugunar. „Ég fékk að fylgja vettvangsfólkinu og reyndi að þvælast ekki fyrir því. Það var lagt af stað klukkan fimm á morgnana. Þá var farið á svefnstað apanna og beðið eftir að þeir vöknuðu. Síðan var þeim fylgt eftir úr fjarlægð …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár