Ragnar Aðalsteinsson situr á skrifstofu lögmannsstofu sinnar, Réttar, á Klapparstíg. Á skenk sem stendur meðfram heilum langvegg má sjá möppur, möppur og aftur möppur fullar af skjölum er varða ríflega fjörutíu ára gamalt mál sem hefur fylgt íslensku þjóðinni, skipt henni upp, valdið deilum og úlfúð og skekið stjórnmálin hér á landi með næsta óheyrðum hætti. Nú styttist í að enn einn kaflinn hefjist í hinum svonefndu Guðmundar- og Geirfinnsmálum, hugsanlega lokakaflinn. Þar verður Ragnar þátttakandi og það ekki í fyrsta sinn.
Ragnar Aðalsteinsson er einn þekktasti lögmaður þjóðarinnar og hefur um áratugaskeið komið að lögfræðilegum úrlausnarefnum, einkamálum og sakamálum, sem hafa haft verulega þýðingu fyrir íslenskt samfélag og íslenskt réttarfar. Hann undirbýr sig nú af kappi fyrir endurupptöku þessa langþekktasta sakamáls Íslandssögunnar, Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, en endurupptaka þess hefur verið ákveðin og fer málflutningur fram í Hæstarétti 13. september næstkomandi. Fyrir rúmu 21 ári stóð Ragnar í þeim sömu …
Athugasemdir