„Hann var rétt að byrja að brosa þegar hann dó,“ segir Svandís Sturludóttir um son sinn sem lést aðeins sex vikna gamall. Sjálf var hún aðeins barn að aldri, sextán ára gömul og nýbökuð móðir.
Svandís ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík en fluttist norður í land með fjölskyldu sinni níu ára gömul. Þar kynntist hún jafnaldra sínum, Jóhanni, þegar hún var fimmtán ára og varð þunguð. „Ég byrjaði ekki á blæðingum og mér varð fljótlega ofsalega óglatt á morgnana og mig fór að gruna að ég væri ófrísk. Ég varð miður mín en samt fann ég að ég myndi takast á við þetta.“
Hún ræddi þetta við foreldra sína sem sýndu mikinn skilning, en höfðu áhyggjur af henni. Í stórfjölskyldunni varð hins vegar uppistand og fólki fannst ýmislegt um málið, segir hún. „En ég var algjörlega ákveðin í að eignast barnið sem var auðvitað ákveðinn barnaskapur þegar þú lítur …
Athugasemdir