Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg

„Ég grét á hverj­um degi í tvö ár. Ég átti rosa­lega erfitt,“ seg­ir Svandís Sturlu­dótt­ir sem varð móð­ir sex­tán ára göm­ul og missti sex vikna gam­alt barn­ið. Fimm ár­um síð­ar lést ann­að barn dag­inn sem það fædd­ist. Alls hef­ur hún eign­ast fimm börn og á auk þess tvö stjúp­börn. „Ég tók ákvörð­un um að tak­ast á við sorg­ina og lagði áherslu á að sjá líf­ið hvað sem það kostaði; að halda áfram var það eina sem komst að.“ Fleiri áföll hafa dun­ið á en Svandís reyn­ir að njóta lífs­ins og legg­ur áhersl­una á gleð­ina sem það býð­ur upp á.

„Hann var rétt að byrja að brosa þegar hann dó,“ segir Svandís Sturludóttir um son sinn sem lést aðeins sex vikna gamall. Sjálf var hún aðeins barn að aldri, sextán ára gömul og nýbökuð móðir.

Svandís ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík en fluttist norður í land með fjölskyldu sinni níu ára gömul. Þar kynntist hún jafnaldra sínum, Jóhanni, þegar hún var fimmtán ára og varð þunguð. „Ég byrjaði ekki á blæðingum og mér varð fljótlega ofsalega óglatt á morgnana og mig fór að gruna að ég væri ófrísk. Ég varð miður mín en samt fann ég að ég myndi takast á við þetta.“

Hún ræddi þetta við foreldra sína sem sýndu mikinn skilning, en höfðu áhyggjur af henni. Í stórfjölskyldunni varð hins vegar uppistand og fólki fannst ýmislegt um málið, segir hún. „En ég var algjörlega ákveðin í að eignast barnið sem var auðvitað ákveðinn barnaskapur þegar þú lítur …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár