Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Finnur mun meira fyrir fötluninni á Íslandi

Sigrún Bessa­dótt­ir og eig­in­mað­ur henn­ar Iiro eru bæði mjög sjónskert, en sam­an eiga þau sex ára gaml­an son. Sigrún ósk­ar eng­um þess að þurfa að missa af for­eldra­hlut­verk­inu vegna for­dóma og fyr­ir­fram ákveð­inna við­horfa um að við­kom­andi geti ekki ver­ið hæft for­eldri vegna fötl­un­ar sinn­ar.

Finnur mun meira fyrir fötluninni á Íslandi

Sigrún Bessadóttir starfar sem ritari hjá sendiráði Íslands í Finnlandi, en hún er með MA-próf í norrænum tungumálum frá háskólanum í Helsinki, með áherslu á þýðingar. Eiginmaður hennar er finnskur og saman eiga þau einn son, Emil, sem verður sex ára í haust. Hjónin eru bæði mjög sjónskert og notast við notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) til þess að lifa hefðbundu fjölskyldulífi. 

„Fötlun á að vera aukaatriði í umræðu um foreldrahlutverk. Ég geng út frá því að þeir fötluðu einstaklingar, sem óska þess að verða foreldrar, viti alveg hvað þeir vilja eins og hver annar sem vill eignast börn. Samfélagið hefur oft efasemdir um hæfni fatlaðs fólks til þess að ala upp börn og elur þar með á fordómum og mismunun – jaðarsetur tiltekna hópa í samfélaginu og dæmir þá vanhæfa fyrirfram. Það að fólk þurfi aðstoð við að lifa daglegu lífi vegna fötlunar gerir það ekki að verri foreldrum – …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár