Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kvaddir gamlir vinir. Dagbók frá Kaupmannahöfn XX.

Ill­ugi Jök­uls­son sá skó­búð á Triang­len og stóðst ekki mát­ið.

Kvaddir gamlir vinir. Dagbók frá Kaupmannahöfn XX.
Ef myndin prentast vel sést að bækurnar eru innbundin eintök af Búnaðarritinu frá 1900.

Í ágúst 2005 hljóp ég hálft maraþon í þriðja sinn á ævinni. Og í þriðja sinn hljóp ég á gulum og gömlum strigaskóm sem orðnir voru býsna snjáðir.

Þetta var ansi erfitt hlaup og þar sem ég silaðist áfram á sautjánda kílómetranum lofaði ég sjálfum mér að ef ég kæmist alla leið í mark skyldi ég kaupa mér almennilega hlaupaskó.

Nú, ég náði í mark og stóð við heitið og eignaðist hlaupaskó.

Ég man enn hvað þeir kostuðu - heilar 16.000 krónur.

Það fannst mér fáránlega hátt verð fyrir skó handa sjálfum mér af því mér hefur alltaf þótt þeim peningum illa varið sem fara í skótau á mig.

Einfaldlega af því ég hef engan áhuga á skóm.

En jæja, ég var kominn með þessa skó og hljóp nú á þeim næstu árin.

Það var eins gott þeir skiluðu einhverju fyrir allan þennan pening, ha?

Ég veit að maður á að skipta um hlaupaskó á tveggja þriggja ára fresti, en það hvarflaði aldrei að mér.

Mér fór líka að þykja vænt um þessa skó, þrátt fyrir allt, og við brölluðum ýmislegt saman.

Hlupum tvö opinber hálfmaraþon og tvö prívat. Einu sinni hlupum við 30 kílómetra en það var of mikið.

Hins vegar runnum við óteljandi 10-12 kílómetra skeið um Seltjarnarnesið og annað eins á hlaupabrettinu í ræktinni.

Og við hlupum 10 kílómetra kringum Central Park í New York, þar sem götusöngvararnir hvöttu okkur áfram, og 15 kílómetra eftir Signubökkum og upp á Republique-torg þar sem Sígaunarnir hrópuðu ókvæðisorð á eftir okkur fyrir að stoppa ekki og gefa þeim pening.

Við hlupum 10 kílómetra um götur Damaskus, skokkuðum um Samarkand og Bukhara og svona hitt og annað gerðum við, skórnir og ég.

En nú er komið að leiðarlokum eftir tólf ár.

Áðan var ég á göngu um Trianglen hér í Kaupmannahöfn og fann að annar skórinn var alveg að liðast í sundur. Og í hinum var eitthvað farið að stingast í hælinn á mér.

Svo ég arkaði inn í verslunina RunnersLab og keypti nýja skó.

Síðasta verkefni gömlu skónna verður á eftir þegar við ætlum upp í Sívalaturn.

Þangað hef ég aldrei komið og mér finnst því þrammið þar upp hæfilega virðuleg lokaskref fyrir þessa gömlu skó. 

Svo taka þeir nýju við og fá það verkefni að koma mér í form svo ég geti hlaupið hálft maraþon að nýju á næsta ári.

Það er algjört lágmark.

Þessir skór kostuðu nefnilega hvorki meira né minna en 16.800 krónur!

Hamingjan sanna, hvað þeir skulu fá að vinna fyrir sér!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár