Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hérna vill Hinrik prins ekki hvíla! Dagbók frá Kaupmannahöfn XVII

Ill­ugi Jök­uls­son les dönsku blöð­in um þá ákvörð­un Hinriks prins að hvíla að end­ingu ekki við hlið konu sinn­ar

Hérna vill Hinrik prins ekki hvíla! Dagbók frá Kaupmannahöfn XVII

Ég skal viðurkenna að ég hef ekki staðið á götuhornum og spurt Dani hvað þeim finnist um þá ákvörðun Hinriks prins að hvíla að endingu ekki við hlið Margrétar drottningar.

Eftir því sem mér sýnist af fjölmiðlum þeirra hafa þeir öllu meiri áhuga á frábæru gengi fótboltalandsliðsins en vendíngum í kóngshöllinni.

Lengi hefur verið á allra vitorði að Hinrik er sárgramur því að fá ekki að heita kóngur og hefur óánægja hans vegna þess arna aukist mjög eftir því sem árin færast yfir.

Hann hefur haft orð á þessu við ólíklegustu tækifæri og ekki ofmælt að stundum hafi hann gert sig að hálfgerðu fífli þar sem hann upphefst með biturleika sinn vegna málsins.

Enginn hlustaði á hann nema Ekstrablaðið í Danmörku sem ákvað árið 2015 að kalla hann eftirleiðis Hinrik konung, ekki prins.

Blaðið sagði: „Skemmtilegasti og hugrakkasti karakterinn við hirðina á skilið að breytast úr örgum prinsi í kátan kóng.“

Margrét hefur stöku sinnum haft ástæðu til að vera gröm prinsi sínum.Myndin er af vef Ekstrablaðsins, en ómerkt.

En fyrir utan Ekstrablaðið hafa menn aðallega hlegið að konungsbrölti Hinriks.

Og þrátt fyrir allt hans ergelsi reiknaði samt enginn með öðru en hann myndi að endingu æja með drottningu sinni - örþreyttur, gamall, vonsvikinn maður.

Enda var honum þegar búinn hvílustaður. 

Í mörg ár hefur verið unnið að steinkistu þeirri sem drottningin og prins hennar áttu að hvíla í þegar þau hefðu geispað sínum goluþyt. Það var árið 2009 sem drottningin sneri sér til ríkisins og bað um fjárveitingu fyrir steinkistu sem þau hjón ætluðu að hvíla í að lokum.

Myndhöggvarinn Björn Norgaard var ráðinn til verksins og hefur síðan unnið að því í náinni samvinnu við Margréti og Hinrik, að því er talið var.

Steinkistan - eða „sarkófagusinn“ - er raunar aðallega úr gleri, ekki steini.

Kistan hvílir á þremur stöplum og bergið úr einum þeirra danskt, úr þeim næsta færeyskt og grænlenskt berg er í þeim þriðja.

Fílarnir eru tákn um fílaorðuna, sem mun vera fínasta orða Dana, og nær eingöngu veitt þjóðhöfðingjum og allra göfugasta kóngafólki!

Kapella heilagrar Birgittuí Hróarskeldudómkirkju.

Þessi kista átti að hvíla í dómkirkjunni í Hróarskeldu, nánar tiltekið í kapellu heilagrar Birgittu ellegar Bríetar.

Nú þegar hefur steinkistan og stúss í kringum hana kostað 484 milljónir og eitthvað aðeins rúmlega það.

En nú mun Margrét sem sagt hvíla þarna ein, en Hinriki verður holað niður annars staðar í Danmörku.

Litið er á þetta sem hefnd hans fyrir að mega ekki heita kóngur.

Á vefsíðu eins af dönsku blöðunum sá ég netkönnun þar sem lesendur voru spurðir hvort þeir styddu ákvörðun Hinriks.

Tæplega einn þriðji sagði já, honum ætti auðvitað að leyfast að geyma sín bein þar sem honum sýndist. 

En rúmlega tveir þriðju sögðu nei, hann væri eiginmaður drottningar og með henni hefði hann þreyð af árin og bæri skylda til að fylgja henni þar til loks hann svæfi í jörðu.

Hér er lag handa Hinriki kóngi:

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Mest lesið

Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
2
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.
Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
4
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
5
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
6
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
6
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár