Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Brotist inn í Jónshús - sprautur í kjallaranum. Dagbók frá Kaupmannahöfn X.

Ill­ugi Jök­uls­son verst inn­brots­þjóf­um fim­lega! Eða ekki.

Brotist inn í Jónshús - sprautur í kjallaranum. Dagbók frá Kaupmannahöfn X.
Jónshús - Ef myndin prentast vel sést við húshliðina káta appelsínugula reiðhjólið sem hefur borið mig um borgina undanfarnar tvær vikur.

Kaupmannahöfn er afar hyggelig borg, og vistin hér í Jónshúsi hefur verið einstaklega þægileg.

Borgin er þó greinilega ekki alveg hættulaus.

Í hitteðfyrradag var til dæmis brotist inn í húsið í annað sinn á stuttum tíma.

Þjófur braut sér leið gegn útihurðina og fór inn til að ræna og rupla.

Ekki voru það þó gamlir munir úr eigu Jóns forseta eða Ingibjargar konu hans sem hann ásældist, né mikilvæg handrit fræðimanna.

Þess í stað fór hann niður í kjallara, þar sem er sjálfsali, braut hann upp og stal eilítilli skiptimynt.

Sama mun þjófurinn raunar hafa gert hið fyrra sinni.

Eftir að hafa náð í skiptimyntina brá hann sér svo á klósettið þar í kjallaranum og sprautaði sig svolítið.

Menn gera það víst sumir.

Þjófurinn náðist á eftirlitsmyndavél og nú hefur verið komið í veg fyrir að þetta endurtaki sig.

Og ég hér uppi á fjórðu hæð varð ekki var við neitt.

Þegar ég sá myndina af honum úr eftirlitsmyndavélinni uppgötvaði ég hins vegar að ég hafði séð hann daginn áður. 

Þá heyrði ég illskuleg hróp og köll utan af götu og þegar ég leit út sá ég tvo menn rífast heiftarlega.

Reyndar reifst annar þeirra við hinn, sem fór undan í flæmingi.

Sá æsti varð að lokum svo hamslaus af bræði að hann sló stórum plastpoka sem hann var með - og bersýnilega var fullur af flöskum - utan í nálægan bíl og mölvaði í honum rúðu.

Svo hlupu þeir báðir brott.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Mest lesið

Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
4
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.
Ásthildur Lóa lýsir barnungum barnsföður sínum sem eltihrelli
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa lýs­ir barn­ung­um barns­föð­ur sín­um sem elti­hrelli

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, sem í gær sagði af sér sem barna­mála­ráð­herra, seg­ir að pilt­ur­inn sem hún átti í sam­bandi við þeg­ar hann var fimmtán og sex­tán ára og hún rúm­lega tví­tug, hafi þrýst á og elti hana með þeim hætti að í dag væri það lík­lega kall­að elti­hrell­ing. Sjálf hringdi hún ít­rek­að í kon­una sem reyndi að vekja at­hygli for­sæt­is­ráð­herra á mál­inu og mætti óboð­in heim til henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðalsteinn Kjartansson
5
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu