Borgarstjórnarmeirihlutinn sem var myndaður eftir að Framsókn sprengdi meirihlutann sem flokkurinn leiddi í febrúar í fyrra er nú að verða ársgamall. Þá tóku Samfylkingin, Píratar, Sósíalistaflokkur Íslands, Vinstri græn og Flokkur fólksins höndum saman og mynduðu nýjan meirihluta í borgarstjórn og kynntu nýjan málefnasamning.
Meðal markmiða var að hraða húsnæðisuppbyggingu, fjölga leikskólaplássum og bæta aðgengi að sérfræðingum, til dæmis talmeinafræðingum. Svigrúmið til að ná þessum markmiðum er þó takmarkað, enda liggur fyrir að meirihlutinn mun ekki sitja í tvö ár.
Hvað ef þessu hefur gengið eftir, nú þegar líður að kosningum? Heimildin skoðaði markmið meirihlutans og hvernig hefur gengið að uppfylla samstarfsyfirlýsinguna sem kynnt var borgarbúum. Hér er farið yfir nokkur markmið stjórnarinnar en listinn er ekki tæmandi, né staða allra mála sem minnst er á í þessari greiningu.
1Enginn talmeinafræðingur sótti um

Í svörum Reykjavíkurborgar kemur fram að enginn talmeinafræðingur hefur verið ráðinn þrátt fyrir markmið …



























Athugasemdir