Endurkoma Trumps, páfaskipti í Vatíkaninu, vopnahlé á Gaza og fjárfestingar í gervigreind eru meðal þess sem var í deiglunni á árinu. Heimildin tók saman það helsta í erlendum fréttum.
Trump snýr aftur
Þjóðernishyggja og verndarstefna, fjöldabrottvísanir óskráðra innflytjenda og niðurrif deilda alríkisstjórnarinnar voru í forgrunni hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Frá endurkomu sinni í Hvíta húsið í janúar hefur Trump beint spjótunum að andstæðingum sínum, sent þjóðvarðliðið til borga þar sem Demókratar eru í meirihluta, hrætt fjölmiðla og barist gegn áætlunum um fjölbreytileika og inngildingu.
Hann hefur einnig hafið umfangsmiklar diplómatískar aðgerðir, með misjöfnum árangri. Meðal þeirra eru samningar milli Austur-Kongó og Rúanda, Kambódíu og Taílands en engir gengu eftir. Óvissa ríkir um samning Armeníu og Aserbaídsjan sem og samningaviðræður Egyptalands og Eþíópíu. Betur hefur gengið í tilfelli Ísraels og Hamas, Ísraels og Írans svo dæmi séu tekin.


























Athugasemdir