Endurkoma Trumps, vopnahlé og gervigreindarbóla

Trump fer mik­inn, páfa­skipti í Vatíkan­inu, vopna­hlé á Gaza og fjár­fest­ing­ar í gervi­greind. Heim­ild­in tók sam­an það helsta í er­lend­um frétt­um á ár­inu 2025.

Endurkoma Trumps, vopnahlé og gervigreindarbóla
Vopnahlé Íbúar á Gaza snúa heim en vopnahléi var komið á í október. Mynd: AFP

Endurkoma Trumps, páfaskipti í Vatíkaninu, vopnahlé á Gaza og fjárfestingar í gervigreind eru meðal þess sem var í deiglunni á árinu. Heimildin tók saman það helsta í erlendum fréttum. 

Trump snýr aftur

Þjóðernishyggja og verndarstefna, fjöldabrottvísanir óskráðra innflytjenda og niðurrif deilda alríkisstjórnarinnar voru í forgrunni hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta.

EndurkomaTrump verður Bandaríkjaforseti á ný.

Frá endurkomu sinni í Hvíta húsið í janúar hefur Trump beint spjótunum að andstæðingum sínum, sent þjóðvarðliðið til borga þar sem Demókratar eru í meirihluta, hrætt fjölmiðla og barist gegn áætlunum um fjölbreytileika og inngildingu.

Hann hefur einnig hafið umfangsmiklar diplómatískar aðgerðir, með misjöfnum árangri. Meðal þeirra eru samningar milli Austur-Kongó og Rúanda, Kambódíu og Taílands en engir gengu eftir. Óvissa ríkir um samning Armeníu og Aserbaídsjan sem og samningaviðræður Egyptalands og Eþíópíu. Betur hefur gengið í tilfelli Ísraels og Hamas, Ísraels og Írans svo dæmi séu tekin.

Þjóðvarðliðar í ChicagoFjöldi …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár