Árið sem er að líða hefur verið nokkuð viðburðaríkt. Þetta er árið sem ysta vinstrið hvarf af pólitíska sviðinu, Bandaríkin lýstu yfir nokkurs konar menningarlegu stríði á hendur Evrópu og suður-kóresk poppmenning ruddist á sjónarsviðið. Þetta er líka árið sem vaxtaskilmálar bankanna breyttust, árið sem græðgisvæðing greip um sig hjá bílastæðafyrirtækjum, eins og einn viðmælandi orðaði það, og Sjálfstæðisflokkurinn sló Íslandsmet í málþófi. Heimildin ræddi við nokkra einstaklinga í von um að finna grundvallarbreytingar á íslensku samfélagi sem urðu á árinu og hvaða þýðingu þær gætu haft fyrir framtíðina.
Er popúlisminn kominn til að vera?
Íslenska stjórnmálalandslagið hefur verið ólíkt því sem Íslendingar eiga að venjast. Popúlismi vakti verulega athygli í samfélaginu og mátti sjá oft í málflutningi innan Miðflokksins. Eins mátti sjá þjóðernissinna mótmæla hælis- og innflytjendum á Austurvelli um mitt sumar. Þar opinberaðist að auki nýr málflutningur þegar ungur maður, annar hluti af hljómsveitartvíeykinu ClubDub, endurómaði alræmdar samsæriskenningar …




























Athugasemdir