„Manni finnst svolítið sorglegt að það hafi ekki verið lagt meira upp úr ásýndinni. Upplifunin er að þetta sé bara fyrir gróða og ekki verið að reyna að gera vel, að það sé engin hugsjón á bak við þetta,“ segir Svanhvít Helga Jóhannsdóttir um uppbyggingu sem hafin er í Skaftafelli.
Svanhvít er meðal íbúa í Öræfum sem flest hafa verið verulega gagnrýnin á framkvæmdina sem er mun stærri í sniðum en upphaflega var samþykkt. Komið hefur verið á fót undirskriftasöfnun inn á Ísland.is sem er titluð Stöðvum framkvæmdir fyrir framan Skaftafell.

Þar kemur fram að andstaða hafi verið gagnvart áformum um að byggja sjötíu smáhýsi, tíu einbýlishús og þrjár þjónustubyggingar, „lesist hótel“, segir í textanum. Því hafi verið samþykkt að minnka byggingarmagn niður í 35 hús. Framkvæmdinni var því ætlað að fara úr 5.200 fermetrum …

























Athugasemdir