Menningarumfjöllun var mikið til umræðu þessa síðustu mánuði ársins. Annállinn verður því með öðruvísi sniði en oft áður. Hér er stóra samhengið skoðað frekar en einstaka sýningar og listafólk. Þau koma þó auðvitað við sögu enda rót sviðslistasenunnar og bráðnauðsynlegt að halda þeim heilbrigðum og styrkja. Þá er þörf á vel byggðu gróðurhúsi.
„Að vera eða ekki vera“
Mikið fjaðrafok átti sér stað í tengslum við uppsetningu Borgarleikhússins á Hamlet í leikstjórn Kolfinnu Nikulásardóttur. Vægast sagt skiptar skoðanir voru á gæðum leiksýningarinnar, nálgun leikstjóra á texta Shakespeare og útfærslu á leiksviði. Samhliða var uppfærsla Silfurskeiðarinnar á Draumi á Jónsmessunótt í leikstjórn Maríu Ellingsen og Magnúsar Thorlacius sýnd í Tjarnarbíói. Ólíkar sýningar sem undirstrikuðu þó mikilvægi þess að halda klassíkinni á lofti og ólíka afstöðu gagnrýnenda til slíkra verka.
Staðreyndin er sú að á þessu landi starfa alltof fáir leikhúsgagnrýnendur en stéttin hefur átt undir högg að sækja samhliða hruni prentmiðla. …


























Athugasemdir