Hangikjötsmökkun fór fram í veitingahúsinu Matarkjallaranum en Valtýr Svanur Ragnarsson, yfirkokkur staðarins, hafði veg og vanda af smökkuninni, sauð hangikjötið, bar fallega fram. Smakkaðar voru fimm tegundir frá mismunandi framleiðendum. Boðið var upp á þá drykki sem passa með eins og malt og appelsín, vatn og fleira eins og hver og einn vildi. Gefin var einkunn fyrir reyk, salt, bragð og svo einkunn fyrir hvert kjöt. Loks gáfu allir sína umsögn fyrir hverja hangikjötstegund.
Minnsta rýrnun á Krónuhangikjötinu
Krónuhangikjötið rýrnaði minnst en Húsavíkurhangikjötið mest og fylgdi hangikjötið frá KEA fast á eftir. Þau sem dæmdu voru Valtýr Svanur Ragnarsson, yfirkokkur í Matarkjallaranum; Nanna Rögnvaldardóttir, rit- og matarbókarhöfundur og okkar helsti sérfræðingur þegar kemur að mat; Kristján Örn Hansson, matreiðslumaður á SÓL veitingahúsi, allt reynslumikið og mjög fært fólk á sínu sviði og svo Ragnheiður Linnet blaðamaður sem leikmaður.

Kjötið borið fram án meðlætis
Smökkunin var ekki blind og …


























Athugasemdir