„Jólin eru martröð,“ segir Elín Ósk Arnardóttir um hátíðina en hún hefur glímt við átröskun í rúman áratug. Sjúkdómurinn getur haft alvarlegar líkamlegar og andlegar afleiðingar og er dánartíðni hans sú hæsta á meðal geðsjúkdóma í heiminum. „Ég finn til með þeim sem eru að ganga í gegnum það sem ég hef verið að ganga í gegnum síðustu þrettán ár,“ segir Elín.
Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum glíma sex prósent kvenna og tvö prósent karla við átröskun hverju sinni. Tíu prósent allra kvenna á Íslandi munu glíma við átröskun á einhverjum tímapunkti í lífi sínu.
„Jólin eru martröð“
Elín er nú á góðum batavegi og hlakkar í fyrsta skipti í langan tíma til jólanna. Heimildin tók hana tali og spurði hana hvernig það er að glíma við átröskun yfir jólahátíðirnar, fyrstu jólin í bata og hvernig samfélagið getur stuðlað að heilbrigðara sambandi við mat.
Matarveisla sem veldur kvíða
„Þetta er ein …

























Athugasemdir