Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

<span>Átröskun á jólunum:</span> „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
Elín Ósk Arnardóttir Segir að átröskun sé sjúkdómur sem fari ekki í jólafrí. Mynd: Golli

„Jólin eru martröð,“ segir Elín Ósk Arnardóttir um hátíðina en hún hefur glímt við átröskun í rúman áratug. Sjúkdómurinn getur haft alvarlegar líkamlegar og andlegar afleiðingar og er dánartíðni hans sú hæsta á meðal geðsjúkdóma í heiminum. „Ég finn til með þeim sem eru að ganga í gegnum það sem ég hef verið að ganga í gegnum síðustu þrettán ár,“ segir Elín. 

Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum glíma sex prósent kvenna og tvö prósent karla við átröskun hverju sinni. Tíu prósent allra kvenna á Íslandi munu glíma við átröskun á einhverjum tímapunkti í lífi sínu.

„Jólin eru martröð“

Elín er nú á góðum batavegi og hlakkar í fyrsta skipti í langan tíma til jólanna. Heimildin tók hana tali og spurði hana hvernig það er að glíma við átröskun yfir jólahátíðirnar, fyrstu jólin í bata og hvernig samfélagið getur stuðlað að heilbrigðara sambandi við mat.

Matarveisla sem veldur kvíða

„Þetta er ein …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár