Sex leiðir til að þvætta peninga

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hef­ur birt lista yf­ir leið­ir sem farn­ar eru við pen­inga­þvætti á Ís­landi. Lög­regl­an tel­ur ný­leg­an dóm stað­festa að pen­inga­þvætt­is­þjón­usta sé seld af sér­fræð­ing­um hér á landi.

Peningaþvætti gegnir lykilhlutverki í starfsemi skipulagðra bortahópa og er forsenda þess að hægt sé að nota hagnað af ólöglegri starfsemi óáreitt. Í nýrri skýrslu sem unnin er af greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra segir að skipulagðir brotahópar beiti sífellt flóknari og fágaðri aðferðum til þess að þvætta hagnað af brotastarfsemi sinni. 

Hvað er peningaþvætti?

Peningaþvætti felur í sér að fela uppruna illa fengins fjár, hvort sem það eru tekjur af fíkniefnasölu, netvsikum eða öðrum brotum. Lögreglan segir að peningaþvætti megi skipta upp í þrjú skref:

  1. Illa fengnum peningum er komið fyrir í fjármálakerfinu

  2. Peningarnir fluttir um fjármálakerfið til að fela uppruna þeirra

  3. Peningarnir notaðir eins og þeirra hafi verið aflað löglega

Lögreglan vitnar í nýlega skýrslu aljóðalögreglunnar Europol, sem segir að 86 prósent af hættulegustu skipulögðu brotasamtökum í Evrópu nýti lögleg fyrirtæki við brotastarfsemi sína og peningaþvætti. Hér á landi endurspeglist það í notkun svokallaðra leppa. „Þekkt er að einstaklingar í viðkvæmri …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár