„Takmörkuð kornframleiðsla og litlar olíubirgðir eru meðal atriða sem skapa veikleika í innlendri matvælaframleiðslu,“ segir í nýrri samantekt um fæðuöryggi á Íslandi. Atvinnuráðuneytið birti samantektina í Samráðsgáttinni á þriðjudag. Þar segir að mikilvægt sé „að styrkja birgðakeðjur, efla kornrækt og byggja upp viðeigandi birgðahald til að auka viðnámsþol“.
Ísland reiðir sig á alþjóðamarkaði til að tryggja stöðugt framboð af ýmsum lykilhráefnum fæðuframleiðslu og fæðuflokkum. „Meira en 95 prósent af kornvörum, ávöxtum og jurtaolíum auk verulegs hluta grænmetis eru innflutt,“ segir í samantektinni. Slíkt á einnig við um kjarnfóður, áburð, olíu, vélar og lyf. „Þessi staða gerir Ísland viðkvæmt fyrir ytri áföllum, hvort sem þau stafa af pólitískri spennu eða loftslagsbreytingum.“
Innflutningur matvæla hefur aukist frá árinu 2015. Mestu munar um unnin matvæli …
Athugasemdir (1)