Ísland „viðkvæmt fyrir ytri áföllum“ vegna innflutnings lykilhráefna

Lág korn­fram­leiðsla og olíu­birgð­ir eru með­al þátta sem skapa „veik­leika í inn­lendri mat­væla­fram­leiðslu.“ Þetta kem­ur fram í nýrri sam­an­tekt um fæðu­ör­yggi frá at­vinnu­vega­ráðu­neyt­inu. Eng­ar regl­ur eða kerfi eru um lág­marks­birgð­ir. Flest­ir Ís­lend­ing­ar búa þó við gott að­gengi að mat­væl­um í dag.

Ísland „viðkvæmt fyrir ytri áföllum“ vegna innflutnings lykilhráefna
Lykilhráefni innflutt „Meira en 95 prósent af kornvörum, ávöxtum og jurtaolíum auk verulegs hluta grænmetis eru innflutt,“ segir í samantekt atvinnuvegaráðuneytisins. Mynd: Golli

„Takmörkuð kornframleiðsla og litlar olíubirgðir eru meðal atriða sem skapa veikleika í innlendri matvælaframleiðslu,“ segir í nýrri samantekt um fæðuöryggi á Íslandi. Atvinnuráðuneytið birti samantektina í Samráðsgáttinni á þriðjudag. Þar segir að mikilvægt sé „að styrkja birgðakeðjur, efla kornrækt og byggja upp viðeigandi birgðahald til að auka viðnámsþol“.

Ísland reiðir sig á alþjóðamarkaði til að tryggja stöðugt framboð af ýmsum lykilhráefnum fæðuframleiðslu og fæðuflokkum. „Meira en 95 prósent af kornvörum, ávöxtum og jurtaolíum auk verulegs hluta grænmetis eru innflutt,“ segir í samantektinni. Slíkt á einnig við um kjarnfóður, áburð, olíu, vélar og lyf. „Þessi staða gerir Ísland viðkvæmt fyrir ytri áföllum, hvort sem þau stafa af pólitískri spennu eða loftslagsbreytingum.“

Innflutningur matvæla hefur aukist frá árinu 2015. Mestu munar um unnin matvæli …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÓS
    Ólöf Sverrisdóttir skrifaði
    Það er ekki skrítið að matvælaframleiðsla dragist saman þegar ríkið er að mjög litlu leiti að styrka eða styðja við landbúnað og garðyrkju. Þegar ég bjó í Bretlandi styrktu þeir bændur mun betur. Hér var alltaf talað um að ríkið styrkti landbúnað meira en aðrar þjóðir en málið er að víða er ríkisstyrkur ti bænda en svo eru það héruðin sem styrkja verulega matvælaframleiðslu á sínu svæði.. Og þá í raun fá flest lönd meiri styrk frá hinu opinbera til bænda og garðyrkjubænda. Við verðum að passa okkur á að vera eins mikið sjálfbær og hægt er..Maður hefði haldið að covid hefði vakið fólk til meðvitundar um það. Allavega ætti t.d. rafmagnsverð að vera á sama verði til garðyrkjubænda og til álversins. Við eigum að hlúa að undirstöðu samfélagsins..alls staðar.
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Umræða um fæðuöryggi hefur meira og minna verið blekkingarleikur, sem byggst hefur aðallega á þröngri sérhagsmunapólitík landbúnaðar, sem gerir út á ríkissjóð. Eins og fram kemur í greininni, væri hér á landi svo til engin framleiðsla matvæla án innfluttra aðfanga.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár