„Þetta er ekki ruslið þitt en þetta er plánetan okkar,“ segir Erik Ahlström, guðfaðir plokksins. Hann stofnaði Plogga-hreyfinguna í Stokkhólmi árið 2016 sem sameinar líkamsrækt og umhverfisátak. Hreyfing er nú starfrækt í um níutíu löndum um allan heim.
Heimildin ræddi við Erik en það fyrsta sem hann gerði þegar blaðamaður hitti hann var að henda rusli sem hann hafði tínt upp af götunni við bílastæðið á leiðinni inn í bygginguna. Aðspurður hvort hann sé alltaf meðvitaður um ruslið jánkar hann. „Þetta er eins og þegar fólk byrjar að tína sveppi, það sér þá alls staðar. Ég sé ruslið alls staðar,“ svarar hann brosandi.
Blaðamaður fylgdi Erik síðar út að plokka en það kom nokkuð á óvart hversu mikið af smáu rusli var að finna þegar sjónum var beint að því: Sígarettustubbar, nikótínpúðar, lítil plaststykki og ýmislegt fleira. „Eins og sveppir,“ endurtók Erik og hóf að safna rusli í pokann sinn …
Athugasemdir