Svefn er grunnstoð í heilsu og það hefur komið æ betur í ljós og orðið viðurkennt, segir Erna Sif, dósent við verkfræði- og tölvunarfræðideildir Háskólans í Reykjavík, svefnfræðingur og jafnframt forstöðumaður Svefnseturs í HR. Fólk hafi harkað af sér þrátt fyrir minni svefn og viljað vera duglegt. „Við sjáum það betur og betur að það gengur ekki til lengdar, við verðum að hvíla okkur og sofa. Nú hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin viðurkennt svefn sem mikilvægan í heilaheilsu, í allri vitrænni getu, og amerísku hjartasamtökin sett svefn sem einn af átta grunnþáttum í heilsu sem skipta miklu máli fyrir hjartað og æðakerfið en við þurfum að gera enn betur,“ segir hún.
„Svefn skiptir líka máli varðandi alls konar taugasjúkdóma og taugahrörnun, en góður svefn er verndandi. Það er aðeins umdeilt með hvaða hætti það er en nýlegar rannsóknir sýna að kerfi í heilanum sem kallast glymphatic system, sem er nokkurs konar sogæðakerfi heilans …

























Athugasemdir