Góður svefn er verndandi

Dr. Erna Sif Arn­ar­dótt­ir seg­ir mik­il­vægt að góð­ur svefn, hreyf­ing og hollt mataræði hald­ist í hend­ur. En það skipt­ir ekki bara máli að borða hollt og hreyfa sig, held­ur skipt­ir máli hvenær það er gert. Lík­ams­klukk­an rask­ast ef svefn­inn fer úr skorð­um og það skap­ar marg­þætt­an vanda.

Góður svefn er verndandi

Svefn er grunnstoð í heilsu og það hefur komið æ betur í ljós og orðið viðurkennt, segir Erna Sif, dósent við verkfræði- og tölvunarfræðideildir Háskólans í Reykjavík, svefnfræðingur og jafnframt forstöðumaður Svefnseturs í HR. Fólk hafi harkað af sér þrátt fyrir minni svefn og viljað vera duglegt. „Við sjáum það betur og betur að það gengur ekki til lengdar, við verðum að hvíla okkur og sofa. Nú hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin viðurkennt svefn sem mikilvægan í heilaheilsu, í allri vitrænni getu, og amerísku hjartasamtökin sett svefn sem einn af átta grunnþáttum í heilsu sem skipta miklu máli fyrir hjartað og æðakerfið en við þurfum að gera enn betur,“ segir hún.

„Svefn skiptir líka máli varðandi alls konar taugasjúkdóma og taugahrörnun, en góður svefn er verndandi. Það er aðeins umdeilt með hvaða hætti það er en nýlegar rannsóknir sýna að kerfi í heilanum sem kallast glymphatic system, sem er nokkurs konar sogæðakerfi heilans …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár