Linda Þorvaldsdóttir er Reykvíkingur í húð og hár. Hún ólst upp í Seljahverfi og var í Seljaskóla alla sína hunds- og kattartíð eins og hún orðar það. Þar bjó hún frá því hún var tveggja ára og þar til hún flutti að heiman 26 ára.
„Maður var alltaf úti að leika sér sem krakki. Ein króna var mjög vinsæl. Ég átti bara venjulega æsku. Það var mamma, pabbi og þrjú systkini, raðhús og ekkert vesen.“
Ungu stúlkuna dreymdi meðal annars um að verða slökkviliðskona þegar hún yrði fullorðin eða skurðlæknir.
Hvað með tónlistarsmekkinn á æsku- og unglingsárunum? Hún fílaði fyrst Wham og svo Duran Duran og hún segist vera rokkari í sér en að hún hún hlusti á alla tónlist. „Ég er alæta á tónlist en ég er meiri rokkari en annað. Ágústa systir var mikil tónlistarmanneskja, bæði sem unglingur og fullorðin, og hún smitaði okkur hin systkinin svolítið …


























Athugasemdir