
„Það er í sjálfu sér stórundarlegt að Hafnarfjörður skuli yfir höfuð hafa gefið út leyfi á tilraunaholur á Krýsuvíkursvæðinu, sér í lagi þegar borholurnar eru eins nálægt Seltúni og raunin er,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar – SAF.
Hafnarfjarðarbær auglýsir nú breytingu á aðalskipulagi vegna rannsóknarborholna í Krýsuvík. Sveitarfélagið gerði samning við HS Orku í júní 2024 um „heimild til rannsókna, landnota, lóðarleigu og nýtingu auðlindaréttinda í tengslum við mögulega nýtingu auðlinda í Krýsuvík.“
Jóhannes Þór segir að Kleifarvatn og Krýsuvíkursvæðið hafi verið í vexti sem áfangastaður á síðustu árum. „Og eru í dag hluti af frábærri dagsferð um Reykjanesið, dagsleið sem mun hafa gríðarlega vaxtarmöguleika þegar jarðhræringum í Grindavík lýkur,“ segir hann.

Töluverð áhætta tekin
Jóhannes Þór segir SAF „átta sig á því að …
Athugasemdir