Mikil ástríða í kirkjulegri tónlist

„Allt snýst þetta um að búa til sviðs­mynd með tón­un­um í kring­um orð­in,“ seg­ir Sig­urð­ur Sæv­ars­son, tón­skáld og skóla­stjóri Nýja tón­list­ar­skól­ans, sem er stað­ar­tón­skáld í Skál­holti.

Mikil ástríða í kirkjulegri tónlist

Sigurður Sævarsson, tónskáld og skólastjóri Nýja tónlistarskólans, er staðartónskáld í Skálholti, en þar var nú í lok júní frumflutt nýtt verk eftir hann. Sigurður hefur samið tónlist í margvíslegu formi en einkum kirkjulega, sem heillar hann ekki síst vegna textans sem hann segir vera sér mikinn innblástur, tala inn í nútímann og kveikja oftast tónlistina. Verk Sigurðar hafa komið út á diskum, einn þeirra var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna og diskur með verkum hans, og fleiri Íslendinga, var gefinn út af virtri útgáfu og sat í öðru sæti á breska metsölulistanum og var plata vikunnar þar. Sigurður er með tilbúna óperu um Ríkarð þriðja og á þá ósk að hún komist á fjalirnar fyrr en seinna. Hann vonar að frumvarp um Þjóðaróperu verði að veruleika og að samfella verði í óperuflutningi í náinni framtíð. Hann líkir óperunni við fótboltalið og segir að lið sem fái einungis að spila einu sinni …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár