Best er fyrir Ísland að Donald Trump Bandaríkjaforseti komist ekki að því hversu lítið af fjármunum Ísland leggur til varnarmála – hvað þá að hér skuli ekki vera her. Þetta segir John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps frá fyrra kjörtímabili hans, í samtali við Heimildina.
„Ég er svolítið áhyggjufullur yfir að einn daginn muni hann uppgötva að Ísland hafi ekki her og þar af leiðandi sé framlag Íslands til hernaðarútgjalda um 0,0 prósent af landsframleiðslu,“ segir hann.
Heimildin ræddi við Bolton í tengslum við áherslu Trumps á norðurslóðir, áhuga hans á að eignast Grænland og hvaða áhrif það gæti haft á Ísland.
Bolton hefur gegnt ýmsum embættum í bandarískri stjórnsýslu. Hann hefur starfað fyrir fjóra Bandaríkjaforseta – sem allir voru Repúblikanar – frá Ronald Reagan til Donalds Trump. Hann var meðal annars sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum í valdatíð George W. Bush frá 2005 til 2006 og sem þjóðaröryggisráðgjafi fyrir Donald …
Athugasemdir