Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Hið kalda menningarstríð

Kalda stríð­inu er löngu lok­ið. En ann­að hug­mynda­fræði­legt stríð hef­ur ver­ið gegn­um­gang­andi síð­ustu ára­tug­ina, og virð­ist langt því frá lok­ið.

Hið kalda menningarstríð
Einu sinni var heimurinn fullkominn. Ef þú spyrð kristna íhaldsmenn sem dvöldu í Bandaríkjunum í kringum 1980. Mynd: Heimildin / Jón Ingi

Þegar Sólveig Anna Jónsdóttir flutti eldræðu sína um „vók“ á Samstöðinni í apríl, óraði hana líklega ekki fyrir að hún væri að slaufa góða fólkinu í leiðinni. Ræðan kom sem andsvar við gagnrýni rithöfundarins Hallgríms Helgasonar sem lýsti yfir furðu á andstöðu verkalýðsforingjans við „vókið“ og sagði hana viðhafa trumpíska orðræðu. Ummæli sem hann baðst afsökunar á í sama þætti, eftir að Sólveig Anna sagði gagnrýni hans hluta af hefðbundinni kælingu góða fólksins þar sem þeir sem andmæla vókinu eru fordæmdir jafnskjótt. Þetta er allt matskennt, en án efa hluti af menningarstríði sem hefur ríkt í áratugi.

Sólveig Anna JónsdóttirSólveig Anna hitti á snöggan blett þegar hún skaut sér inn í menningarstríðið.

Menningarstríðið, eins og það birtist í dag, er að mestu valdabarátta á milli íhaldsseminnar og hinna frjálslyndu. Úr verður karnívalskur glundroði þar sem frjálslyndir uppnefna íhaldsmennina sem fasista, rasista og kvenhatandi fordómafulla íhaldspunga. …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • LVL
    Lárus Viðar Lárusson skrifaði
    Var ekki innrásin á Krímskaga 2014?
    3
  • GKB
    Guðmundur Karl Björnsson skrifaði
    Nokkuð gott yfirtlit nema þetta með Bítlana/68 kynslóðina, sem var í reynd hvorutveggja í senn framfara - og afturhaldsafl. Afturhaldið fólst í andstöðu við vísindi og tækniþróun og afturhvarfs til alskonar hindurvitna, svo sem stjörnuspeki, kristala,sálnaflakks svo fátt eitt c nefnt. Þetta tímabil hefur stundum verið kallað The Unenlightenment. Allt var þetta gerfispeki byggð á óskhyggju og lygum, líkt og hjá hægri öfgaöflunum Bandaríkja nútímans.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár