Þegar Sólveig Anna Jónsdóttir flutti eldræðu sína um „vók“ á Samstöðinni í apríl, óraði hana líklega ekki fyrir að hún væri að slaufa góða fólkinu í leiðinni. Ræðan kom sem andsvar við gagnrýni rithöfundarins Hallgríms Helgasonar sem lýsti yfir furðu á andstöðu verkalýðsforingjans við „vókið“ og sagði hana viðhafa trumpíska orðræðu. Ummæli sem hann baðst afsökunar á í sama þætti, eftir að Sólveig Anna sagði gagnrýni hans hluta af hefðbundinni kælingu góða fólksins þar sem þeir sem andmæla vókinu eru fordæmdir jafnskjótt. Þetta er allt matskennt, en án efa hluti af menningarstríði sem hefur ríkt í áratugi.

Menningarstríðið, eins og það birtist í dag, er að mestu valdabarátta á milli íhaldsseminnar og hinna frjálslyndu. Úr verður karnívalskur glundroði þar sem frjálslyndir uppnefna íhaldsmennina sem fasista, rasista og kvenhatandi fordómafulla íhaldspunga. …
Athugasemdir