Þann 6. maí 2025, hóf Indland umfangsmiklar hernaðaraðgerðir gegn skotmörkum í Pakistan og á yfirráðasvæði Pakistan í Kasmír. Aðgerðin, sem kallast Operation Sindoor, var sögð viðbragð við hryðjuverkaárás í Baisaran-dal, nálægt Pahalgam í Anantnag-héraði þann 22.aapríl síðastliðinn, þar sem að minnsta kosti 26 ferðamenn, pílagrímar hindúa, létust. Með þessu hefur Indland tekið virka sóknarafstöðu í stað varfærinnar varnar sem einkennt hefur viðbrögð ríkisins í átökum þeirra við Pakistan um áratugaskeið. Báðir aðilar eiga kjarnorkuvopn sem gerir ástandið sérstaklega viðkvæmt og hættulegt.
Pakistan fordæmdi loftárásirnar sem tilefnislaust brot á fullveldi landsins og greindi frá því að 26 óbreyttir borgarar hefðu legið í valnum og yfir 40 slasast. Indversk stjórnvöld hafna alfarið þessum fullyrðingum og halda því fram að einungis hafi verið skotið á mannvirki tengd hryðjuverkasamtökum á borð við Lashkar-e-Taiba og Jaish-e-Mohammed, um níu skotmörk í heildina. Forsætisráðherra Pakistan, Shehbaz Sharif, hefur virkjað herinn og varnir landsins og jafnframt kallað eftir …
Athugasemdir