Eftir að hafa fengið hvalveiðileyfi sem aldrei rennur út hefur verið tekin ákvörðun um að Hvalur hf. haldi ekki til veiða á komandi vertíð. Verð á hvalaafurðum í Japan, eina markaðssvæði fyrirtækisins, hefur lækkað svo mikið að Kristján Loftsson, forstjóri og aðaleigandi Hvals hf., telur ekki lengur forsvaranlegt að stunda veiðarnar.
„Staðan verður tekin aftur á nýju ári,“ sagði hann við Morgunblaðið. Hvalur mun því halda áfram að beina sjónum sínum að þeirri starfsemi sem hefur fært eigendum tugmilljarða hagnað á undanförnum árum.
Frá því að hvalveiðar voru heimilaðar eftir langt hlé árið 2006 hefur fyrirtækið hagnast um 33,4 milljarða króna. Það er þó ekki tilkomið vegna veiða, þótt fyrirtækið sjálft sé kennt við þessi spendýr og hafi í áratugi haldið úti nokkrum hvalveiðiskipum, sem öll heita Hvalur, og rekið hvalstöð í Hvalfirði allan þann tíma.
Tekjurnar eru að langstærstu leyti fengnar með fjárfestingastarfsemi í fyrirtækjum sem tengjast hvalveiðum …
Athugasemdir