„Klukkan er 8 á Íslandi. Forsetinn okkar segir að við ætlum að eignast landið hvort eð er þannig að við getum gert undantekningu.“ Þetta sagði sérfræðingur hjá bandarískri íþróttarás í vikunni þegar rætt var um að leikmaður annars körfuboltaliðsins sem var að spila hefði ekki drukkið vatn síðan fyrir sólarupprás því hann fastaði vegna ramadan. Ummælin vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum þar sem margir bentu á að þarna hefði íþróttasérfræðingurinn ruglast á Íslandi og Grænlandi. Nýafstaðnar þingkosningar í Grænlandi fóru fram í skugga þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist nýverið ætla að ná yfirráðum yfir Grænlandi „með einum eða öðrum hætti“.
Þetta er raunar ekki í fyrsta skipti sem Trump lýsir yfir vilja til að Bandaríkin eignist Grænland en eftir að hann ræddi þessa hugmynd opinberlega árið 2019, á hans fyrra kjörtímabili sem forseti, sagði forsætisráðherra Danmerkur einfaldlega að Grænland væri ekki til sölu. Trump hefur sagt Grænland vera …
Athugasemdir