Vilhjálmur Þór Svansson er á meðal nýjustu leikskólastarfsmanna borgarinnar. Hann hóf störf í byrjun febrúar og tilheyrir hópi foreldra sem byrja að vinna á leikskóla til að tryggja börnum sínum leikskólapláss. Stökkið var ansi stórt fyrir Vilhjálm, sem er lögfræðingur og hefur starfað í fjármálageiranum í tæp 15 ár.
Vilhjálmur og Elín Edda Sigurðardóttir læknir eiga tvær dætur, Jasmín, sem er þriggja ára og Erlu Viktoríu, sem er eins og hálfs árs. Þegar fæðingarorlofsrétturinn var fullnýttur í lok síðasta sumars voru góð ráð dýr. Vilhjálmur og Elín Edda voru búin að hafa hugann við að þessi staða gæti komið upp en óvissan sem fylgdi var umfangsmeiri en þau höfðu gert sér í hugarlund. „Við ljúkum okkar fæðingarorlofi í lok síðasta sumars og á sama tíma var ég að leita að nýjum tækifærum á vinnumarkaðnum. Við vorum búin að búa okkur undir það að hún kæmist inn á ungbarnaleikskóla, …
Sjá meira

Athugasemdir