Auður Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur heillaðist af bráðamóttökunni þegar hún hóf störf þar sem hjúkrunarfræðinemi fyrir átta árum. „Ég vann þar eitt sumar og með skóla á síðasta árinu. Ég útskrifaðist 2017 og er búin að vera á bráðamóttökunni síðan þá,“ segir Auður, en leiðréttir sig svo. „Eða, þar til síðasta haust.“ Líf Auðar, og fjölskyldunnar allrar, hefur tekið miklum breytingum eftir að Auður ákvað að segja upp störfum á bráðamóttökunni og fara að vinna á leikskóla til að tryggja dóttur sinni leikskólapláss.
Auður og kærasti hennar, Sölvi Thoroddsen, eiga tvö börn, Einar, fimm ára, og Birtu, tveggja ára. Þegar erfiðlega gekk að fá leikskólapláss síðasta haust varð úr að Auður hóf störf á Gullborg, leikskólanum sem Einar sonur hennar er á, og vill svo til að er leikskólinn sem Auður var sjálf á sem barn. En það gekk á ýmsu áður en Auður tók ákvörðun um að hefja störf …
Sjá meira

Athugasemdir