Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
Í rútínu Auður Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur starfar á leikskóla barnanna sinna, þannig komst dóttir hennar að á leikskóla. Sölvi Thoroddsen, unnusti Auðar, og börnin, Einar og Birta, eru alsæl með breytinguna sem felur í sér fleiri samverustundir. Mynd: Golli

Auður Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur heillaðist af bráðamóttökunni þegar hún hóf störf þar sem hjúkrunarfræðinemi fyrir átta árum. „Ég vann þar eitt sumar og með skóla á síðasta árinu. Ég útskrifaðist 2017 og er búin að vera á bráðamóttökunni síðan þá,“ segir Auður, en leiðréttir sig svo. „Eða, þar til síðasta haust.“ Líf Auðar, og fjölskyldunnar allrar, hefur tekið miklum breytingum eftir að Auður ákvað að segja upp störfum á bráðamóttökunni og fara að vinna á leikskóla til að tryggja dóttur sinni leikskólapláss. 

Auður og kærasti hennar, Sölvi Thoroddsen, eiga tvö börn, Einar, fimm ára, og Birtu, tveggja ára. Þegar erfiðlega gekk að fá leikskólapláss síðasta haust varð úr að Auður hóf störf á Gullborg, leikskólanum sem Einar sonur hennar er á, og vill svo til að er leikskólinn sem Auður var sjálf á sem barn. En það gekk á ýmsu áður en Auður tók ákvörðun um að hefja störf …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Í leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár