Siðað samfélag krefst þess að hægt sé að eiga samskipti og viðskipti á reglubundinn hátt. Það felur í sér að samningar skuli halda en einnig að grundvallar siðaviðmið séu virt. Öfgafull einstaklingshyggja grefur undan siðuðum samfélögum, eða kemur í veg fyrir að þau geti byggst upp og nái að þróast. Hún virðist nú hafa tekið völdin í bandarísku stjórnkerfi og utanríkisstefnu.
Samfélag okkar, sem byggist upp á grunni viðskipta og alþjóðatengsla, í stað sjálfsþurftarbúskapar landbúnaðar og útgerðar, krefst þess að grundvallarinnviðir eins og réttarkerfi og lagasetningar séu virt. Raunar eru dómstólar og virðing gagnvart lögum grundvöllur þess að viðskipti og markaðir virki. En siðuð samskipti, réttarríkið og alþjóðalög eiga nú undir högg að sækja.
Siðmenning er það hvernig við högum okkur á siðaðan hátt í samfélagi, í fjölskyldu, meðal nágranna og milli þjóða. Menning er nokkuð stöðugt fyrirbæri en þó einnig breytanlegt kerfi. Það er hópur en ekki einn eintaklingur …
Athugasemdir