Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu: Fjölþáttakrísa siðmenningarinnar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

<span>Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu: </span> Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar

Siðað samfélag krefst þess að hægt sé að eiga samskipti og viðskipti á reglubundinn hátt. Það felur í sér að samningar skuli halda en einnig að grundvallar siðaviðmið séu virt. Öfgafull einstaklingshyggja grefur undan siðuðum samfélögum, eða kemur í veg fyrir að þau geti byggst upp og nái að þróast. Hún virðist nú hafa tekið völdin í bandarísku stjórnkerfi og utanríkisstefnu.

Samfélag okkar, sem byggist upp á grunni viðskipta og alþjóðatengsla, í stað sjálfsþurftarbúskapar landbúnaðar og útgerðar, krefst þess að grundvallarinnviðir eins og réttarkerfi og lagasetningar séu virt. Raunar eru dómstólar og virðing gagnvart lögum grundvöllur þess að viðskipti og markaðir virki. En siðuð samskipti, réttarríkið og alþjóðalög eiga nú undir högg að sækja.

Siðmenning er það hvernig við högum okkur á siðaðan hátt í samfélagi, í fjölskyldu, meðal nágranna og milli þjóða. Menning er nokkuð stöðugt fyrirbæri en þó einnig breytanlegt kerfi. Það er hópur en ekki einn eintaklingur …

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár