Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
Yfirsýn Jón Ragnar Jónsson bráðalæknir og sérfræðingurinn á vaktinni fer yfir ástand sjúklingsins á meðan hjúkrunarfræðingar sinna honum. Mynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson

Það er aðeins eitt orð sem ekki má nota á bráðamóttökunni og sérstaklega ef það er notað í spurnarformi: Rólegt. Starfsfólkið talar um „r-orðið“ og notkun á þessu orði er í raun táknmynd um það óvænta – áminning um að á bráðamóttökunni getur ástandið breyst á mjög skömmum tíma. Og þegar það gerist eru neyðarstæðin mikilvægasta svæðið á bráðamóttökunni. 

Byrjaði óvenju rólega

Það er helgi og það er nótt. Jón Ragnar Jónsson bráðalæknir er sérfræðingurinn á vaktinni og það hefur verið lítið að gera þrátt fyrir að það sé helgi og nótt. „Þetta eru svo óvenjulegar næturvaktir – bæði núna í kvöld, laugardag, og í gær, föstudag. Venjulega er mun meira að gera. Mun meira um djamm, mun meira um ölvun, líkamsárásir, vandamál tengd fíkniefnum og svoleiðis. Þetta er náttúrlega bara svolítið sveiflukennt. En ég man ekki eftir helgarnæturvöktum sem hafa verið svona rólegar eins og núna. Við erum einum …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi

Óléttur hjúkrunarfræðingur tekinn hálstaki
Á vettvangi

Ólétt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur tek­inn hálstaki

Þær eru kýld­ar og tekn­ar hálstaki. Kyn­ferð­is­leg áreitni gagn­vart starfs­fólki bráða­mót­tök­unn­ar er al­gengt. „Al­geng­ara en við töl­um um,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Starfs­fólk á vakt­inni hef­ur ver­ið lam­ið, það er káf­að á því og hrækt á það. Hót­an­ir sem starfs­fólk verð­ur fyr­ir eru bæði um líf­lát og nauðg­an­ir. Í sum­um til­vik­um er of­beld­ið það al­var­legt að starfs­fólk hef­ur hætt störf­um eft­ir al­var­leg­ar árás­ir.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár