Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.

Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
Nútíminn segir til sín Streitueinkenni hafa vaxið samhliða aukinni tækni og skjánotkun. Mynd: Golli

Streita fer vaxandi með margvíslegum auknum kröfum í nútímasamfélagi, en talið er að viðvarandi streita geti meðal annars stuðlað að þróun hjarta- og æðasjúkdóma, hækkað blóðþrýsting, veikt ónæmiskerfið, valdið meltingartruflunum og höfuðverkjum, sjóntruflunum, auk annarra þátta sem hafa truflandi áhrif á einstaklinga. Sálræn áhrif hennar geta líka verið alvarleg eins og svefnvandi, kvíði, þunglyndi og skapbreytingar. Góðu fréttirnar eru þær að streita er meðhöndlanleg í nær öllum tilfellum og miklir möguleikar felast í forvörnum, að sögn Ólafs. 

Starfsemi heilans getur raskast við alvarlega streitu

Ólafur segir að skipta megi streitu í þrjú stig eftir alvarleika hennar og að líkamleg einkenni geti verið margbreytileg í öllu ferlinu. „Það er hægt að skipta þessu í þrennt: fyrst er talað um streitu sem er þýðing á orðinu stress og það er eðlilegt fyrirbæri sem við finnum fyrir jafnvel daglega en einkennin eru þreyta sem hverfur við hvíld hvort sem það er í pásu …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár