Streita fer vaxandi með margvíslegum auknum kröfum í nútímasamfélagi, en talið er að viðvarandi streita geti meðal annars stuðlað að þróun hjarta- og æðasjúkdóma, hækkað blóðþrýsting, veikt ónæmiskerfið, valdið meltingartruflunum og höfuðverkjum, sjóntruflunum, auk annarra þátta sem hafa truflandi áhrif á einstaklinga. Sálræn áhrif hennar geta líka verið alvarleg eins og svefnvandi, kvíði, þunglyndi og skapbreytingar. Góðu fréttirnar eru þær að streita er meðhöndlanleg í nær öllum tilfellum og miklir möguleikar felast í forvörnum, að sögn Ólafs.
Starfsemi heilans getur raskast við alvarlega streitu
Ólafur segir að skipta megi streitu í þrjú stig eftir alvarleika hennar og að líkamleg einkenni geti verið margbreytileg í öllu ferlinu. „Það er hægt að skipta þessu í þrennt: fyrst er talað um streitu sem er þýðing á orðinu stress og það er eðlilegt fyrirbæri sem við finnum fyrir jafnvel daglega en einkennin eru þreyta sem hverfur við hvíld hvort sem það er í pásu …
Athugasemdir