Lækningar eiga að snúast um meira en að halda fólki á lífi

„Lífs­stíls­lækn­ing­ar hjálpa fólki að við­halda grunnstoð­um heils­unn­ar,“ seg­ir dr. Thom­as Ragn­ar Wood, bresk-ís­lensk­ur lækn­ir og pró­fess­or í barna­lækn­ing­um og tauga­vís­ind­um, sem hef­ur einnig sér­hæft sig í lífs­stíls­lækn­ing­um, það er lækn­ing­um sem hafa það að mark­miði að tryggja heilsu á öll­um ævi­skeið­um.

Lækningar eiga að snúast um meira en að halda fólki á lífi
Tækifæri til lífsstílsbreytinga Thomas Ragnar Wood ólst upp í Bandaríkjunum og Bretlandi. Hann á íslenska móður og fékk fisk, lifur og kartöflur í matinn í Íslandsheimsóknum til ömmu og afa, áður en hann var sendur í sumarbúðir. Lífstílslækningar eru honum hugleiknar og hann segir íslenskt samfélag búa yfir mörgum styrkleikum sem greiða leiðina fyrir innleiðingu lífsstílslækninga, meðal annars sem felast í mataræði og útivist. Mynd: Golli

Tommi.“

Þannig kynnir dr. Thomas Ragnar Wood sig fyrir blaðamanni á Læknadögum þar sem hann var að leggja lokahönd á undirbúning fyrir málstofu þar sem hann fjallaði um lífsstílslækningar. „Mamma er íslensk,“ segir hann á íslensku áður en hann skiptir yfir í enskuna, það er honum eðlislægara. „Pabbi er breskur og við bjuggum í Bretlandi en lengst af í Bandaríkjunum en mamma flutti aftur til Íslands fyrir 15 árum.“

Tommy, eins og hann er gjarnan kallaður (með y, ekki i), er læknir og prófessor í barnalækningum og taugavísindum við Washington-háskóla og stofnandi og stjórnandi Félags lífsstílslækninga á Bretlandi (e. British Society of Lifestyle Medicine), en síðustu ár hefur hann sérhæft sig í lífsstílslækningum. Erindi hans á nýafstöðnum Læknadögum fjallaði einmitt um lífsstílslækningar, annars vegar um vísindalegan grunn þeirra og hins vegar um taugavísindin sem liggja þar að baki. 

Lífsstílslækningar (e. Lifestyle Medicine) hafa verið að ryðja sér til …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár