Að Inga Sæland hafi leitt flokk sinn inn í ríkisstjórn og tekið við ráðherraembætti er nokkuð sem fáir hefðu veðjað á er hún skaust fram á stjórnmálasviðið. Leið Ingu til pólitísks frama er óvenjuleg, ekki síst þegar horft er til þess hvernig líf hennar hófst, norður á Ólafsfirði árið 1959, en læknir á staðnum taldi hana við dauðans dyr strax á fyrsta ári, vegna veikinda sem sviptu hana eðlilegri sjón.
„Ég fæddist algjörlega heilbrigð, en ég missi sjónina í kjölfarið á hlaupabólu sem ég fékk þegar ég var að verða 5 mánaða gömul. Þá fékk ég hlaupabólu og heilahimnubólgu í kjölfarið á því sem skemmdi þessar stöðvar víst,“ sagði Inga í viðtali við Radíó Stam, fyrir um áratug síðan. Í sama viðtali sagði hún frá því að síðar hefði henni verið tjáð af augnlækni á Akureyri að ef hún hefði fengið sýklalyf þegar hún var komin með heilahimnubólguna hefði það …
Athugasemdir (1)