Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn.

Lásasmiðurinn sat á hækjum sér og var við það að opna hurðina. Lögreglukonan stóð fyrir aftan hann ásamt félaga sínum. Fyrir aftan þau voru nágrannar mannsins sem bjó í íbúðinni. Þeir höfðu óskað eftir aðstoð lögreglu því þeir höfðu áhyggjur af manninum. Bréfpósturinn hafði safnast upp í póstkassanum í anddyrinu og það hafði ekki sést til hans í nokkra daga. Lögreglukonan hugsaði um líf einstaklingsins sem bjó í íbúðinni. Hún og félagi hennar höfðu hringt dyrabjöllunni og reynt að hringja í síma mannsins. Þau höfðu bankað en ekki fengið neitt svar. Lögreglukonan var að hugsa um líf mannsins þegar lásasmiðurinn var í þann mund að dýrka upp lásinn til að opna dyrnar. „Maður er einhvern veginn viðbúinn öllu,“ segir lögreglukonan þegar hún er í aðstæðum sem þessum. 

Dyrnar opnuðust og það var eins og lögreglukonan gengi inn í fortíðina. Íbúðin var lítil. „Við förum inn …

Kjósa
61
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnusdotir skrifaði
    ALDREI HEF EG VERIÐ EINMANA!ÍHVAÐA AÐSTÆÐUM SEM EG HEF VERIÐ Í UM ÆVINA!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.
Óléttur hjúkrunarfræðingur tekinn hálstaki
Á vettvangi

Ólétt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur tek­inn hálstaki

Þær eru kýld­ar og tekn­ar hálstaki. Kyn­ferð­is­leg áreitni gagn­vart starfs­fólki bráða­mót­tök­unn­ar er al­gengt. „Al­geng­ara en við töl­um um,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Starfs­fólk á vakt­inni hef­ur ver­ið lam­ið, það er káf­að á því og hrækt á það. Hót­an­ir sem starfs­fólk verð­ur fyr­ir eru bæði um líf­lát og nauðg­an­ir. Í sum­um til­vik­um er of­beld­ið það al­var­legt að starfs­fólk hef­ur hætt störf­um eft­ir al­var­leg­ar árás­ir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár