Lásasmiðurinn sat á hækjum sér og var við það að opna hurðina. Lögreglukonan stóð fyrir aftan hann ásamt félaga sínum. Fyrir aftan þau voru nágrannar mannsins sem bjó í íbúðinni. Þeir höfðu óskað eftir aðstoð lögreglu því þeir höfðu áhyggjur af manninum. Bréfpósturinn hafði safnast upp í póstkassanum í anddyrinu og það hafði ekki sést til hans í nokkra daga. Lögreglukonan hugsaði um líf einstaklingsins sem bjó í íbúðinni. Hún og félagi hennar höfðu hringt dyrabjöllunni og reynt að hringja í síma mannsins. Þau höfðu bankað en ekki fengið neitt svar. Lögreglukonan var að hugsa um líf mannsins þegar lásasmiðurinn var í þann mund að dýrka upp lásinn til að opna dyrnar. „Maður er einhvern veginn viðbúinn öllu,“ segir lögreglukonan þegar hún er í aðstæðum sem þessum.
Dyrnar opnuðust og það var eins og lögreglukonan gengi inn í fortíðina. Íbúðin var lítil. „Við förum inn …
Athugasemdir