Við að lesa aftan á bækurnar þrjár í verki Almars birtast baksíðutextarnir eins og sitúasjónir frekar en formleg kynning. Raunar ber heildarverkið bragð af bókverki – eða hvað segir Almar um það?
„Minn bakgrunnur er náttúrlega í myndlist. Þannig að það er ekki skrýtið að maður svingi óvart yfir í þá fagurfræði,“ segir hann og því næst að sitúasjónirnar aftan á bókunum séu glefsur inn í söguna: „... svona stilluaugnablik sem varða svolítið leið í gegnum í bókina. Og mér fannst að það væri betra að hafa þessar sitúasjónir aftan á heldur en lýsingar.
Stundum kannski er mínútu atriði eða sena betri gluggi inn í líf en samantekt á tuttugu árum.“
En hvað segirðu um innihaldið?
„Þetta eru allar stóru tilfinningarnar og stóru lýsingarorðin. Þetta er í raun grunnurinn að sögunni. Ég hef aldrei kynnst manneskju sem er svo glötuð að hún fái ekki …
Athugasemdir