„Þegar ég skrifa svona ástarbréf líður mér vel“

Alm­ar Steinn Atla­son, einnig þekkt­ur sem Alm­ar í kass­an­um, birt­ist þjóð­inni þeg­ar hann dvaldi í viku í gler­kassa á veg­um LhÍ, ár­ið 2015. Um dag­inn hélt hann út­gáfu­hóf fyr­ir nýja bók í þrem­ur bind­um: Mold er bara mold. Þar, í Tjarn­ar­bíói, var Alm­ar tengd­ur við þvag­legg og með nær­ingu í æð – með­an hann las alla bók­ina sleitu­laust á 23 klukku­tím­um.

Við að lesa aftan á bækurnar þrjár í verki Almars birtast baksíðutextarnir eins og sitúasjónir frekar en formleg kynning. Raunar ber heildarverkið bragð af bókverki – eða hvað segir Almar um það?

 Minn bakgrunnur er náttúrlega í myndlist. Þannig að það er ekki skrýtið að maður svingi óvart yfir í þá fagurfræði,segir hann og því næst að sitúasjónirnar aftan á bókunum séu glefsur inn í söguna: ... svona stilluaugnablik sem varða svolítið leið í gegnum í bókina. Og mér fannst að það væri betra að hafa þessar sitúasjónir aftan á heldur en lýsingar.

Stundum kannski er mínútu atriði eða sena betri gluggi inn í líf en samantekt á tuttugu árum.

 En hvað segirðu um innihaldið?

Þetta eru allar stóru tilfinningarnar og stóru lýsingarorðin. Þetta er í raun grunnurinn að sögunni. Ég hef aldrei kynnst manneskju sem er svo glötuð að hún fái ekki …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár