Það sem kraumar undir niðri er að koma upp á yfirborðið. Síðasta áratuginn hafa bækur nokkurra kvenna sem fara á tilfinningalegt dýpi sem hér hefur lítið verið kannað áður flotið upp á yfirborðið og haldist þar. Þetta árið eru sérstaklega tvær bækur, skáldsagan Eldri konur eftir Evu Rún Snorradóttur og skáldævisagan Í skugga trjánna eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, sem lesast eins og bækur sem eiga sér enga líka á Íslandi. Það einkennir bækurnar tvær hvernig þær ögra lesanda með innsæi sínu og hvað þær ganga nærri sér í skrifunum. Eins og komið hefur fram í viðtölum við skáldkonurnar eru báðar bækurnar að einhverju leyti eða miklu(í tilfelli Guðrúnar Evu) byggðar á reynslu þeirra sjálfra og segja má að þær leggi sjálfar sig að veði í bókunum.
„Konurnar í bókum Guðrúnar Evu og Evu elska af öllum krafti
Skrifar af ást til heimsins
Skáldævisagan Í skugga trjánna segir …
Athugasemdir