Þú veist þú ert með heilsukvíða og þú veist þú vilt bara fá verkjalyfin,“ minnist Karen Ösp Friðriksdóttir þess að hjúkrunarfræðingur hafi sagt við hana þar sem hún lá sárkvalin á kvennadeild Landspítala árið 2019.
Karen var fyrir löngu orðin vön sársauka. Hún var þarna komin með tæplega 20 ára reynslu af honum. En samt segir hún að líkamlegur sársauki hennar hafi verið skýrður aftur og aftur með öðrum leiðum – heilsukvíða, verkjalyfjafíkn, gervióléttu, reynslu af ofbeldi – þegar hún þurfti að leggjast inn á Landspítala vegna verkja.
Það rímar við íslenska rannsókn frá árinu 2020 á upplifun kvenna með endómetríósu af heilbrigðiskerfinu. Sumar þeirra höfðu fengið rangar sjúkdómsgreiningar en aðrar taldar eiga við andlega kvilla að stríða. Konurnar höfðu margar upplifað skilningsleysi og mætt vantrú innan heilbrigðiskerfisins. Karen upplifði jafnframt að möguleiki hennar á barneignum væri settur ofar því að leysa úr kvölum hennar með aðgerð.
Athugasemdir