Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Ný könnun: Flestir vilja Viðreisn og Samfylkingu í næstu ríkisstjórn

Að­eins um fjór­tán pró­sent stuðn­ings­fólks Við­reisn­ar vill sjá Sjálf­stæð­is­flokk­inn í næstu rík­is­stjórn. Kjós­end­ur flokks­ins vilja frek­ar sjá sam­starf með Sam­fylk­ingu að lokn­um kosn­ing­um. Stuðn­ings­fólk Sam­fylk­ing­ar vill sömu­leið­is flest sjá Við­reisn í stjórn með sín­um flokki.

<span>Ný könnun:</span> Flestir vilja Viðreisn og Samfylkingu í næstu ríkisstjórn
Boltinn hjá Þorgerði Flestir vilja sjá Viðreisn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur í ríkisstjórn eftir kosningar. Meira en helmingur vill að Samfylkingin sé í stjórninni, óháð hvaða flokka fólk ætlar að kjósa. Mynd: Heimildin

Meirihluti kjósenda vill sjá Viðreisn og Samfylkingu í stjórn að loknum kosningum. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem Maskína framkvæmdi fyrir Heimildina og voru kynntar á forystukappræðum sem fram fara í Tjarnarbíó í kvöld.

Í könnuninni voru kjósendur spurðir hvaða flokk þeir vildu sjá í ríkisstjórn og var þeim gefið færi á að velja eins marga flokka og þau vildu. 61 prósent þeirra sem tóku afstöðu vildu sjá Viðreisn í nýrri ríkisstjórn og 54 prósent vildu sjá Samfylkinguna. 

Aðrir flokkar sem bjóða fram njóta mun minni stuðnings til þess að taka sæti í stjórn. 30 prósent kjósenda vilja að Miðflokkur verði í næstu ríkisstjórn, 27 prósent vilja að Sjálfstæðisflokkurinn sé það og 26 prósent að Framsóknarflokkurinn sé í stjórn. Aðeins færri, eða 24 prósent vilja að Flokkur fólksins eigi aðild að næstu ríkisstjórn.

17 prósent vilja að Píratar séu þar og 15 prósent …

Kjósa
41
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Fróðlegt. Ég er hrædd við Viðreisn. Mér finnst stefnumál þeirra bara blaður bæta þetta og hitt, ekkert sem hönd á festir. Ég er hrædd um að næsta ríkisstjórn þeirra muni lappa upp á handónýtt Ísland. Ég skil ekki þessa hræðslu við að breyta eða réttara sagt ráðafólkið í þessum (og fleiri) flokkum eru efnahagslega ríkir og vilja í raun litlar breytingar. Flokkur fólksins er með skýr markmið og raunverulegar breytingar.
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu