Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Ný könnun: Flestir vilja Viðreisn og Samfylkingu í næstu ríkisstjórn

Að­eins um fjór­tán pró­sent stuðn­ings­fólks Við­reisn­ar vill sjá Sjálf­stæð­is­flokk­inn í næstu rík­is­stjórn. Kjós­end­ur flokks­ins vilja frek­ar sjá sam­starf með Sam­fylk­ingu að lokn­um kosn­ing­um. Stuðn­ings­fólk Sam­fylk­ing­ar vill sömu­leið­is flest sjá Við­reisn í stjórn með sín­um flokki.

<span>Ný könnun:</span> Flestir vilja Viðreisn og Samfylkingu í næstu ríkisstjórn
Boltinn hjá Þorgerði Flestir vilja sjá Viðreisn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur í ríkisstjórn eftir kosningar. Meira en helmingur vill að Samfylkingin sé í stjórninni, óháð hvaða flokka fólk ætlar að kjósa. Mynd: Heimildin

Meirihluti kjósenda vill sjá Viðreisn og Samfylkingu í stjórn að loknum kosningum. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem Maskína framkvæmdi fyrir Heimildina og voru kynntar á forystukappræðum sem fram fara í Tjarnarbíó í kvöld.

Í könnuninni voru kjósendur spurðir hvaða flokk þeir vildu sjá í ríkisstjórn og var þeim gefið færi á að velja eins marga flokka og þau vildu. 61 prósent þeirra sem tóku afstöðu vildu sjá Viðreisn í nýrri ríkisstjórn og 54 prósent vildu sjá Samfylkinguna. 

Aðrir flokkar sem bjóða fram njóta mun minni stuðnings til þess að taka sæti í stjórn. 30 prósent kjósenda vilja að Miðflokkur verði í næstu ríkisstjórn, 27 prósent vilja að Sjálfstæðisflokkurinn sé það og 26 prósent að Framsóknarflokkurinn sé í stjórn. Aðeins færri, eða 24 prósent vilja að Flokkur fólksins eigi aðild að næstu ríkisstjórn.

17 prósent vilja að Píratar séu þar og 15 prósent …

Kjósa
41
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Fróðlegt. Ég er hrædd við Viðreisn. Mér finnst stefnumál þeirra bara blaður bæta þetta og hitt, ekkert sem hönd á festir. Ég er hrædd um að næsta ríkisstjórn þeirra muni lappa upp á handónýtt Ísland. Ég skil ekki þessa hræðslu við að breyta eða réttara sagt ráðafólkið í þessum (og fleiri) flokkum eru efnahagslega ríkir og vilja í raun litlar breytingar. Flokkur fólksins er með skýr markmið og raunverulegar breytingar.
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár