Þórhildur Helga Þorleifsdóttir var heima þegar síminn hringdi. Á hinni línunni var sonur hennar. Rödd hans var óvenjudjúp og tónninn flatur. Hún heyrði strax að erindið var alvarlegt. „Sonur minn sagði að Patrekur hefði fundist úti í bílskúr og sjúkrabíll væri kominn á staðinn.“
Hún bað son sinn um að láta sig vita um leið og ljóst yrði hvert yrði farið með Patrek. Í millitíðinni kom maðurinn hennar heim, hún útskýrði stöðuna fyrir honum á meðan þau biðu, tilbúin til að stökkva af stað. Síminn hringdi aftur. „Sonur minn sagði okkur að koma heim til þeirra, því þau hefðu ekki farið með sjúkrabílnum. Þá vissi ég að Patrekur væri dáinn.“
Þar sem Þórhildur Helga stóð í stofunni brotnaði hún saman. Hún hélt enn á símanum en líkami hennar var allur í keng og sársaukinn nísti inn að beini. En hún varð að komast strax af stað. Svo hún reif sig …
Athugasemdir (1)