Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Bæbæ, Biden!

Arf­leifð Joe Bidens og áhrif umbreyt­inga hans á efna­hags­svið­inu hefði þurft fleiri ár til að ná fullri virkni og skila sér til kjós­enda. Þeir völdu sér aft­ur fyrr­um for­seta og mark­að­irn­ir brugð­ust glað­ir við. Hér er far­ið yf­ir sög­una að baki Bidenomics-hag­fræð­inni og hún sett í al­þjóð­legt og ís­lenskt póli­tískt sam­hengi.

Nú liggur ljóst fyrir að Trump tekur aftur við sem forseti í Bandaríkjunum í janúar, þá 78 ára, eftir fjögurra ára hlé frá því síðasta fjögurra ára tímabili hans lauk. Þegar að niðurstöður kosninganna lágu fyrir nú í vikunni, með afgerandi meirihluta hans, þá er ljóst að ekkert varð úr hættunni af hægfara borgarastyrjöld í anda árásarinnar á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. 

Kamala Harris, varaforseti Demókrataflokksins, tapaði fyrir Donald Trump, rétt eins og Hillary Clinton gerði fyrir átta árum síðan. Joe Biden lýkur ferli sínum sem forseti Bandaríkjanna nú eftir áramótin. Hvað sem segja má um síðustu vikurnar eða mánuðina hans í kosningabaráttunni, áður en hann lét varaforsetann taka við af sér, starfandi sjálfur áfram sem forseti, þá er ekki hægt að horfa fram hjá efnahagslegri arfleifð valdatíðar hans.

Efnahagsstefnan sem rekin hefur verið síðustu fjögur árin hefur verið nefnd í höfuðið á honum, Bidenomics, sem er orðið …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár