Nú liggur ljóst fyrir að Trump tekur aftur við sem forseti í Bandaríkjunum í janúar, þá 78 ára, eftir fjögurra ára hlé frá því síðasta fjögurra ára tímabili hans lauk. Þegar að niðurstöður kosninganna lágu fyrir nú í vikunni, með afgerandi meirihluta hans, þá er ljóst að ekkert varð úr hættunni af hægfara borgarastyrjöld í anda árásarinnar á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021.
Kamala Harris, varaforseti Demókrataflokksins, tapaði fyrir Donald Trump, rétt eins og Hillary Clinton gerði fyrir átta árum síðan. Joe Biden lýkur ferli sínum sem forseti Bandaríkjanna nú eftir áramótin. Hvað sem segja má um síðustu vikurnar eða mánuðina hans í kosningabaráttunni, áður en hann lét varaforsetann taka við af sér, starfandi sjálfur áfram sem forseti, þá er ekki hægt að horfa fram hjá efnahagslegri arfleifð valdatíðar hans.
Efnahagsstefnan sem rekin hefur verið síðustu fjögur árin hefur verið nefnd í höfuðið á honum, Bidenomics, sem er orðið …
Athugasemdir