Þegar Guðný S. Bjarnadóttir skrifaði undir samþykki um að áverkamyndir sem teknar voru af henni á Neyðarmóttöku Landspítala fyrir þolendur kynferðisofbeldis í október árið 2021 taldi hún að þær færu ekki lengra en til tæknideildar lögreglu. Það var ekki fyrr en tveimur árum síðar, eftir að mál hennar gegn manni sem hún hafði kært fyrir nauðgun hafði verið fellt niður, sem hún komst að öðru. Myndir sem höfðu verið teknar af henni á viðkvæmasta augnabliki lífs hennar höfðu verið afhentar verjanda mannsins og áttu þannig greiða leið til þess einstaklings sem hún vildi hvað síst að kæmist yfir myndirnar: Mannsins sem hún kærði.
Högg. Þannig lýsir Guðný tilfinningunni sem hún fékk þegar hún komst að þessu: „Þarna var enn og aftur brotið á mér.“ Áhyggjur af því hvort myndirnar gætu komist í dreifingu vöknuðu.
Guðný, sem um svipað leyti stofnaði Hagsmunasamtök brotaþola, sá þarna enn einn vankantinn á því hvernig …
Athugasemdir (3)