Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Þegar Guðný S. Bjarnadóttir skrifaði undir samþykki um að áverkamyndir sem teknar voru af henni á Neyðarmóttöku Landspítala fyrir þolendur kynferðisofbeldis í október árið 2021 taldi hún að þær færu ekki lengra en til tæknideildar lögreglu. Það var ekki fyrr en tveimur árum síðar, eftir að mál hennar gegn manni sem hún hafði kært fyrir nauðgun hafði verið fellt niður, sem hún komst að öðru. Myndir sem höfðu verið teknar af henni á viðkvæmasta augnabliki lífs hennar höfðu verið afhentar verjanda mannsins og áttu þannig greiða leið til þess einstaklings sem hún vildi hvað síst að kæmist yfir myndirnar: Mannsins sem hún kærði.

Högg. Þannig lýsir Guðný tilfinningunni sem hún fékk þegar hún komst að þessu: „Þarna var enn og aftur brotið á mér.“ Áhyggjur af því hvort myndirnar gætu komist í dreifingu vöknuðu.

Guðný, sem um svipað leyti stofnaði Hagsmunasamtök brotaþola, sá þarna enn einn vankantinn á því hvernig …

Kjósa
41
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Bryndís Dagbjartsdóttir skrifaði
    Hvað segir Persónuvernd um svona? Svakalega er þetta ógeðsleg hegðun, mér finnst að það ætti að vera nóg að lögmaður ákærða fengi að skoða myndirnar. Ég (og fleiri) sjáum engan tilgang í að hann fái þær afhentar, fullkomlega nægilegt að hann fái að sjá þær t.d. hjá lögreglu
    6
    • Guðný S. Bjarnadóttir skrifaði
      Þetta er byggt á úrskurði Persónuverndar sem segir að þetta sé í lagi.
      0
  • Þórdís Þórðardóttir skrifaði
    Hvernig í ósköpunum er þetta leyft? Ég fyllist reiði við lesturinn.
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.
Segist hafa fengið „gríðarlegan stuðning“ eftir sýknudóminn
FréttirKynferðisbrot

Seg­ist hafa feng­ið „gríð­ar­leg­an stuðn­ing“ eft­ir sýknu­dóm­inn

Mað­ur á sex­tugs­aldri sem ját­aði að hafa strok­ið þroska­skertri konu með kyn­ferð­is­leg­um hætti og lát­ið hana snerta lim sinn ut­an klæða var sýkn­að­ur í Hér­aðs­dómi Suð­ur­lands ár­ið 2017. Hann er ánægð­ur með með­ferð­ina sem hann fékk í ís­lensku rétt­ar­kerfi. „Ég var í sam­bandi við móð­ur stúlk­unn­ar með­an á þessu stóð og þau buðu mér heim í kaffi,“ seg­ir hann.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár