Aldrei hefur verið meiri hagnaður fólginn í því að selja íslenskum neytendum matvöru. Á sama tíma og matarkarfan hækkar nær stöðugt í verði hafa hluthafar í stærstu matvörukeðjum landsins sjaldan fengið jafnmikið í vasann og nú. Mismunur á kostnaði sem búðirnar greiða og hvað þær rukka fyrir matvöru hefur aukist um milljarða á síðustu árum. Laun og annar kostnaður við reksturinn hefur hækkað mun minna, enda hefur hagnaðurinn tvöfaldast á fimm árum. Á sama tíma þurfa nú fleiri heimili að ganga á sparifé eða safna skuldum til að láta enda ná saman um hver mánaðamót.
Milljarðar í aukna framlegð
Frá því að verðbólgan tók sig aftur á flug á Íslandi síðsumars árið 2021 hefur matvælaverð hækkað mánuð eftir mánuð, um samtals 28,6 prósent á þriggja ára tímabili. Krónurnar sem fólk þarf að tína úr veskjum sínum á sjálfsafgreiðslukössum þessara verslana hafa þó í auknum mæli endað í vösum …
Athugasemdir (1)