Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Verðbólga í vasa stórkaupmanna

Fyr­ir­tæk­in sem selja neyt­end­um mat­vör­ur hafa grætt vel á verð­bólgu­tím­un­um sem ver­ið hafa á Ís­landi und­an­far­in miss­eri. Neyt­end­ur virð­ast bera hit­ann og þung­ann af hækk­un­um á sama tíma og það hef­ur sjald­an ef nokk­urn tím­an ver­ið jafn­arð­bært að reka mat­vöru­keðj­ur hér á landi.

Verðbólga í vasa stórkaupmanna

Aldrei hefur verið meiri hagnaður fólginn í því að selja íslenskum neytendum matvöru. Á sama tíma og matarkarfan hækkar nær stöðugt í verði hafa hluthafar í stærstu matvörukeðjum landsins sjaldan fengið jafnmikið í vasann og nú. Mismunur á kostnaði sem búðirnar greiða og hvað þær rukka fyrir matvöru hefur aukist um milljarða á síðustu árum. Laun og annar kostnaður við reksturinn hefur hækkað mun minna, enda hefur hagnaðurinn tvöfaldast á fimm árum. Á sama tíma þurfa nú fleiri heimili að ganga á sparifé eða safna skuldum til að láta enda ná saman um hver mánaðamót.

Milljarðar í aukna framlegð

Frá því að verðbólgan tók sig aftur á flug á Íslandi síðsumars árið 2021 hefur matvælaverð hækkað mánuð eftir mánuð, um samtals 28,6 prósent á þriggja ára tímabili. Krónurnar sem fólk þarf að tína úr veskjum sínum á sjálfsafgreiðslukössum þessara verslana hafa þó í auknum mæli endað í vösum …

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Friðrik Svanur Sigurðarson skrifaði
    Getur verið að Kaupmenn haldi verðlagi háu en kenni sjálfir verðbólgu um hátt vöruverð. Sem svo ýtir undir verðbólgu í beinu orsakasamhengi.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Um hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.
Borgar helmingi meira fyrir matvörur hér en í Japan
FréttirUm hvað er kosið?

Borg­ar helm­ingi meira fyr­ir mat­vör­ur hér en í Jap­an

Stefán Þór Þor­geirs­son, leik­ari og hlað­varps­stjórn­andi, og eig­in­kona hans, Sher­ine Otomo Bou­hafs inn­an­húss­hönn­uð­ur fluttu ný­ver­ið með árs­göml­um syni sín­um til lands­ins eft­ir að hafa bú­ið í tvö ár í Jap­an. Stefán seg­ir að verð mat­ar­körf­unn­ar hafi breyst mik­ið frá því hann flutti út ár­ið 2022, sér­stak­lega verð á ávöxt­um og græn­meti. Mat­arkarf­an sé helm­ingi ódýr­ari í Jap­an.
Alþjóðamál valda fólki áhyggjum en hreyfa sennilega fá atkvæði
ÚttektUm hvað er kosið?

Al­þjóða­mál valda fólki áhyggj­um en hreyfa senni­lega fá at­kvæði

Fátt bend­ir til þess að al­þjóða­mál ráði at­kvæð­um margra í kom­andi al­þing­is­kosn­ing­um en þró­un al­þjóða­mála veld­ur þó meiri­hluta þjóð­ar­inn­ar áhyggj­um sam­kvæmt ný­legri könn­un sem fram­kvæmd var fyr­ir ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið. Eins og ný­leg dæmi sanna þá skipt­ir það Ís­lend­inga einnig máli hvernig stjórn­völd nýta rödd sína í sam­fé­lagi þjóð­anna.
Byggjum við af gæðum?
ViðtalUm hvað er kosið?

Byggj­um við af gæð­um?

Vinna við yf­ir­stand­andi rann­sókn á gæð­um nýrra hverfa sem byggð­ust upp hér­lend­is frá 2015 til 2019 gef­ur til kynna að sam­göngu­teng­ing­ar og að­gengi að nær­þjón­ustu á þess­um nýju bú­setu­svæð­um sé í fæst­um til­vik­um eins og best verð­ur á kos­ið. Ás­dís Hlökk Theo­dórs­dótt­ir skipu­lags­fræð­ing­ur von­ast eft­ir um­ræðu um gæði byggð­ar, en ekki bara magn­töl­ur íbúð­arein­inga, fram að kosn­ing­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár