Mæðgur fóru báðar í brjóstnám

Hin 25 ára gamla Hrafn­hild­ur Ing­ólfs­dótt­ir gekkst und­ir tvö­falt brjóst­nám í fyrra eft­ir að hún greind­ist með stökk­breyt­ingu í BRCA1-geninu. Guð­rún Katrín Ragn­hild­ar­dótt­ir, móð­ir henn­ar, hef­ur einnig lát­ið fjar­lægja brjóst sín – en hún fékk brjóstakrabba­mein 28 ára göm­ul.

Mæðgur fóru báðar í brjóstnám
Nánar Auk þess að hafa báðar farið í brjóstnám hafa mæðgurnar báðar lagt fyrir sig hjúkrunarfræði og starfa á sömu deild Landspítalans. Mynd: Golli

Það var sjokk. Ég held að maður geti aldrei ímyndað sér nákvæmlega hvernig það er, en það var algjört sjokk. Það var skrítin tilfinning því að ég var alveg ánægð – það var léttir að þetta var búið. En á sama tíma var þetta raunveruleikinn. En ég hafði það alltaf bak við eyrað að þetta verður ekki svona að eilífu.“

Svona lýsir Hrafnhildur Ingólfsdóttir, 25 ára gamall hjúkrunarfræðinemi, viðbrögðum sínum við því að sjá sig í fyrsta skipti í spegli eftir að hún hafði undirgengist tvöfalt brjóstnám. Hún ákvað að fara í aðgerðina í vor eftir að hafa greinst með stökkbreytingu í BRCA1-geni.

Krabbamein í beinan kvenlegg

Hrafnhildur var í tíma í skurðhjúkrun snemma árs í fyrra þegar hún heyrði minnst á brakkagenið. Þó að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem hún heyrði um það þá var þetta í fyrsta sinn sem hún leiddi að því hugann hvort hún væri mögulega með stökkbreytt gen. 

Bæði móðir og móðuramma Hrafnhildar höfðu fengið brjóstakrabbamein tiltölulega ungar og því voru einhverjar líkur á að hún gæti sjálf verið með þessa stökkbreytingu. En 55 til 65 prósent líkur eru á að kona sem hefur hana fái brjóstakrabbamein fyrir sjötugt.

Ragnhildur Björnsdóttir, amma Hrafnhildar, var fimmtug þegar hún tapaði baráttu sinni við brjóstakrabbamein vorið 1998. Það var á svipuðum tíma og Guðrún Katrín Ragnhildardóttir komst að því að hún ætti von á Hrafnhildi. Aðeins tveimur árum eftir andlát móður sinnar greindist Guðrún sjálf með brjóstakrabbamein.

Hrafnhildur ákvað, eftir að hafa hugsað málið, að hafa samband við brjóstamiðstöð Landspítalans þar sem hún fékk erfðaráðgjöf. Niðurstaða rannsókna var að hún, líkt og móðir hennar, væri ein af fáum Íslendingum sem væru með stökkbreytingu í BRCA1-geninu.

„Þetta var náttúrlega mjög mikið áfall, þegar ég fékk þessar fréttir, en samt einhvern veginn fannst mér ég vera með eitthvað í höndunum. Ég gat gert eitthvað í þessu,“ segir Hrafnhildur.

 90 prósent líkur á brjóstakrabbameini

Í ljósi mikillar sögu brjóstakrabbameina í fjölskyldunni voru líkurnar á því að Hrafnhildur myndi þróa með sér brjóstakrabbamein á lífsleiðinni taldar vera um 90 prósent.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár